Uppbygging innviða fyrir markaðssókn á Norðurlöndunum - Verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

19.3.2015

Fyrirtækið Búngaló hefur nýlega lokið ársverkefni sem fól í sér markaðssókn á erlendum markaði.

Búngaló hefur nýlega lokið ársverkefni sem fól í sér markaðssókn á erlendum markaði með aðstoð markaðsstyrks frá Tækniþróunarsjóði. Félagið hefur náð góðri fótfestu á Atlantic Kanada markaðnum. Á verkefnistímanum var mikið lagt í gerð markaðsefnis, s.s. myndbanda og ljósmynda, auk þess sem merki félagsins var uppfært, heimasíða var þýdd og staðfærð og alþjóðleg vörumerkjavitund var efld.

Heiti verkefnis: Uppbygging innviða fyrir markaðssókn á Norðurlöndunum
Verkefnisstjóri: Haukur Guðjónsson, Búngaló ehf.
Tegund styrks: Markaðsstyrkur
Styrkár: 2013
Fjárhæð styrks: 8 millj. kr.
Tilvísunarnúmer Rannís: 132129-061
 

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI. 

Lykilatriði í erlendri sókn var án efa markviss styrking tengslanetsins með gerð samstarfssamninga við alþjóðlegar vefsíður, s.s. TripAdvisor og Holiday eLettings auk þess sem tengingar eru komnar við áhættufjárfesta og frumkvöðla víðs vegar um Kanada, Bandaríkin og Bretland. Búið er að byggja upp áætlun fyrir áframhaldandi markaðs- og sölustarf í Kanada og grunnrannsókn gerð á fýsileika þess að fara inn á fleiri markaði, s.s. Norðurlöndin og Eystrasaltslöndin.

Stuðningur Tækniþróunarsjóðs hefur gert félaginu kleift að leggja grunninn að markaðssókn á erlendri grundu, opna skrifstofu í Kanada, styrkja innviði og vörumerkjavitund og undirbúa frekari fjármögnun félagsins. Umfjöllun um fyrirtækið hefur fengist í sjónvarpi og prentmiðlum í Kanada og var framkvæmdastjórinn meðal annars í raunveruleikaþætti um sprotaheiminn í Nova Scotia. Þá var Búngaló valið eitt af svölustu sprotafyrirtækjum Skandinavíu af Business Insider. Viðræður eru hafnar við fjárfesta í Kanada og á Íslandi og áætlað að fyrstu fjármögnun ljúki á vormánuðum 2015.

Sjá: http://bungalo.is/









Þetta vefsvæði byggir á Eplica