HAp+ munnvatnsörvandi moli – Alþjóðleg markaðssetning - verkefnislok

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

3.7.2015

Nýnæmi HAp+ molans er að hlutfall sýru og kalks í molanum gerir sýrunni kleift að örva munnvatnið án þessa að valda glerungseyðingu á tönnum.

IceMedico er íslenskt frumkvöðlafyrirtæki með vöru á íslenskum markaði og  á einkaleyfisumsókn og einkaleyfi í Bandaríkjunum og í eftirfarandi löndum:  Ástralíu, Finnlandi, Danmörku, Svíþjóð, Þýskalandi, Hollandi, Bretlandi, Sviss og Lichtenstein, og Kanada.

IceMedico framleiðir og selur HAp+ (lesist: happlús) molann sem er frumvara HAp+ nýnæmisins. HAp+ er sykurlaus og bragðgóður moli með kalki, sem örvar munnvatn tuttugufalt eða er þrisvar sinnu virkara en að tyggja tyggjó, sjá www.happlus.is.

Heiti verkefnis: HAp+ munnvatnsörvandi moli – Alþjóðleg markaðssetning
Verkefnisstjóri: Þorbjörg Jensdóttir, IceMedico ehf.
Tegund styrks: Markaðsstyrkur
Styrkár: 2014
Fjárhæð styrks: 10 millj. kr.
Tilvísunarnúmer Rannís: 142330-061

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Munnþurrkur er skortur á munnvatni, en munnvatn er undristaða heilbrigðra tanna og munnhols. Tíðni tannsjúkdóma, sveppasýkinga og kvilla í munnholi aukast marktækt með munnþurrki. 10-30% vestrænna þjóða  og 50% 65 ára og eldri, eiga við munnþurrk að etja í lengri eða skemmri tíma. Samkvæmt Lyfjastofnun (október 2012) þá eru um 400 lyf markaðssett á íslandi með munnþurrk sem aukaverkun. Hér eru gigtarlyf, verkjalyf, krabbabeinslyf, geðlyf, svefnlyf meðal þeirra lyfja. HAp+ var upphaflega þróað fyrir einstaklinga með munnþurrk en er klínískt prófað á heilbrigðum einstaklingum ásamt krabbameinssjúklingum sem hafa þegið geislameðferð á höfuð og hálssvæði. HAp+ viðheldur því heilbrigði tanna og munnhols, ásamt því að vera gott við ógleði, sárum hálsi, þurrum hósta og ekki síst, bætir andardrátt.

Nýnæmi HAp+ molans er að hlutfall sýru og kalks í molanum gerir sýrunni (virka efninu) kleift að örva munnvatnið án þessa að valda glerungseyðingu á tönnum. Munnvatnið sér um að viðhalda heilbrigðu munnholi og sterkum tönnum. HAp+ nýnæmið getur verið í ýmsum öðrum vörum, sbr töflum, hlaupi, tyggjó, sorbey með meiru.

HAp+ molinn fæst í fjórum bragðtegundum (sítrónu-; jarðaberja og rabbabara-; engifer og lime-; og Menthol og Eucalyptus bragði). Sölustaðir eru: allflest apótek á landinu, Hagkaup í Kringlunni og Smáralind og KOSTUR í Kópavogi.

IceMedico hlaut markaðsstyrk Tækniþróunarsjóðs vorið 2014. Heiti verkefnisins var “HAp+ munnvatnsörvandi moli – Alþjóðleg markaðssetning”. Í upphaf styrktarárs átti IceMedico bandarísku einkaleyfisumsóknina. Höfundur einkaleyfisins er Þorbjörg Jensdóttir framkvæmdarstjóri IceMedico en einkaleyfisumsóknin var í eigu danska matvælafyrirtækisins, Toms Group AS.  Markmið verkefnisins var því að vinna markaðsrannsókn á stöðu HAp+ einkaleyfisins á Bandaríkjamarkaði, en einnig að vinna að því að eignast önnur einkaleyfisvernduð landssvæði (sama uppfinning, en önnur lönd) einnig í eigu Toms Group AS . Viðræður höfðu staðið yfir við Toms Group AS í fjögur ár og það voru því gleðitíðindi þegar IceMedico eignaðist landssvæðin sem upp á vantaði í apríl 2015. Til viðbótar var markmið verkefnisins að efla íslenska markaðinn með það fyrir augum að styrkja licenseringsferli á alþjóðlegum markaði en sala HAp+ hefur aukist 37,7% frá áramótum og endurspeglast beint í jákvæðum viðbrögðum við licenseringu erlendis. Undirbúningur við sölu á HAp+ í Skandinavíu og í vefsölu er ferli eins og verkþættir gerðu ráð fyrir í umsókn.

Helstu niðurstöður markaðsstyrksins eru; (1) eignarhald félagsins á einkaleyfum HAp+ tækninnar;  (2) að markaðsrannsókn sýndi að HAp+ einkaleyfið hefur góða samkeppnisstöðu á alþjóðamarkaði og (3) að licenseringsvinna HAp+ tækninnar er í farvegi.

 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica