Nútímavæðing netverslunar með föt - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

18.3.2016

Afrakstur verkefnisins er iOS- og Android-smáforrit sem notar myndavélina á símanum til að mæla líkama fólks með mikilli nákvæmni og kemur til með að auðvelda fatakaup á netinu.

Verkefninu Nútímavæðing netverslunar með föt sem sprotafyrirtækið Mesher ehf. hlaut styrk frá Tækniþróunarsjóði til að framkvæma er nú lokið. Afrakstur verkefnisins er iOS- og Android-smáforrit sem notar myndavélina á símanum til að mæla líkama fólks með mikilli nákvæmni og kemur til með að auðvelda fatakaup á netinu.

Heiti verkefnis: Nútímavæðing netverslunar með föt
Verkefnisstjóri: Emil Harðarson, Mesher ehf.(áður SuitMe ehf.)
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrkár: 2014
Fjárhæð styrks: 10 millj. kr.
Tilvísunarnúmer Rannís: 142547-061

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Nú vinnur félagið að frekari þróun smáforritsins, meðal annars til að gera notendum kleift að versla föt beint úr símanum með vissu um að þau komi til með að passa.

Sjá má upplýsingar um smáforritið og myndband af virkni þess hér.

Fyrirtækið Mesher ehf. tók þátt í Startup Reykjavík-viðskiptahraðlinum sumarið 2014 og hefur síðan unnið til fjölda verðlauna. Nýlega hlaut félagið fyrstu verðlaun á Nordið Ecommerce Summit-ráðstefnunni í Svíþjóð. Sjá má kynningu á smáforritinu frá ráðstefnunni hér.

Listi yfir afrakstur verkefnisins

  • Frumgerð Mesher iOS-smáforritsins
  • Frumgerð Mesher Android-smáforritsins
  • Bakendi sem vinnur líkamsmál úr myndum sem smáforritið tekur af notendum með um 98% nákvæmni
  • Smáforritið komið í prófun hjá erlendum fataframleiðanda og vefverslun









Þetta vefsvæði byggir á Eplica