Nýstárlegur flokkur sýklalyfja - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

7.2.2022

Akthelia hefur náð þeim áfanga að sýna fram á virkni lyfjavísisins AKT-011 í E. coli sýkingartilraun í músum. Verkefnið sem var unnið með stuðningi Tækniþróunarsjóðs stóð í rúmlega 2 ár. Gerðar voru fjölmargar rannsóknir á eiginleikum, virkni og eituráhrifum lyfjavísa Aktheliu.

Í músatilrauninni tókst að fækka sýklum í meltingarvegi sýktra músa 1000 falt með AKT-011 efninu sem er nýstárlegt lyf gegn sýkingum sem drepur ekki sýkla beint heldur eflir innbyggðar varnir líkamans sem í kjölfarið ráða niðurlögum sýkingarinnar. 

Logo tækniþróunarsjóðsLíklega virkar lyfjavísirinn á sýklalyfjaónæma sýkla sem að auki munu ekki þróaónæmi gegn lyfinu. Loks mun AKT-011 líklega ekki raska náttúrulegri þarmaflóru líkamans. Lyfið yrði gefið á töfluformi. Komist lyfið á markað gæti það valdið byltingu í meðferð ýmissa sýkinga.

Um er að ræða stærsta áfangann í starfsemi Aktheliu og í framhaldinu verður unnið að frekari rannsóknum sem undibúning fyrir tilraunir í mönnum og umsókn um skráningu lyfsins. Það eru nokkur ár þar til lyfið gæti farið á markað.

Sjá nánar á:  https://akthelia.is/

HEITI VERKEFNIS: Nýstárlegur flokkur sýklalyfja

Verkefnisstjóri: Egill Másson

Styrkþegi: Akthelia ehf.

Tegund styrks: Vöxtur

Fjöldi styrkára: 2

Fjárhæð styrks: 46.459.000 ISL kr. alls

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica