Öflugt stafrænt stoðtæki til mats á gigtarsjúkdómum - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

20.6.2018

Expeda ehf. hefur lokið þróun á öflugu stafrænu stoðtæki til mats á gigtarsjúkdómum sem auðveldar og styður við greiningarferli kerfislægra sjálfsofnæmis- og gigtarsjúkdóma.

Expeda ehf. hefur lokið þróun á öflugu stafrænu stoðtæki til mats á gigtarsjúkdómum sem auðveldar og styður við greiningarferli kerfislægra sjálfsofnæmis- og gigtarsjúkdóma.

Fjölkerfa sjálfsofnæmis- og gigtarsjúkdómar eru flóknir sjúkdómar sem getur verið erfitt og tímafrekt að greina og valda mikilli sjúkdómsbyrði.
Mikill ávinningur felst því í að bæta greiningarferli sjúkdómanna sem og samskipti lækna og sjúklinga.

Heiti verkefnis: Öflugt stafrænt stoðtæki til mats á gigtarsjúkdómum
Verkefnisstjóri: Herbert Pedersen, Expeda ehf.
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrkár: 3 ár, 2015-2017
Fjárhæð styrks: 45 millj. kr. alls

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Með stuðningi Tækniþróunarsjóðs, hefur Expeda lokið þróun á klínísku stuðningskerfi “GigtRáði”.  GigtRáður getur á auðveldan og notendavænan hátt, metið hvort um ofangreinda sjúkdóma sé að ræða.

Notast kerfið bæði við líðan og einkenni, sem og rannsóknarniðurstöður, hverju sinni.  GigtRáður bíður einnig upp á tilvísunarkerfi, milli heilsugæslu og sérfræðilækna sem mun hraða og gera slík samskipti skilvirkari með öryggi og þarfir sjúklinga að leiðarljósi.

Greiningarferli ofangreindra sjúkdóma er flókið og oft vandkvæðum bundið og getur tekið mörg ár að fá rétta greiningu.  Því er mikilvægt að að leita nýrra lausna og hafa menn í auknum mæli óskað eftir lausnum, eins og GigtRáði, í þessari baráttu.

GigtRáður getur í dag, greint 28 helstu fjölkerfa sjálfsofnæmis- og gigtarsjúkdómana, sem eru um 97% tilfella allra slíkra sjúkdóma.
Talið er að 300 milljón manns þjáist af slíkum sjúkdómum í heiminum og eru þeir í öðru sæti yfir langvinn veikindi í hinum vestræna heimi.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica