Meginhugmyndin með verkefninu var ná til smærri fasteignaaðila með einfalda og myndræna lausn í skýinu. MainManager-varan þjónar nú fjölda stærri fasteignaeigenda á Íslandi, Englandi, Noregi og Danmörku.
Undanfarin þrjú ár hefur MainManager ehf. unnið að þróun á
frumgerð á skýlausn fyrir fasteignastjórnun. MainManager-varan þjónar nú fjölda
stærri fasteignaeigenda á Íslandi, Englandi, Noregi og Danmörku. Árið 2015 fékk
MainManager styrk frá Tækniþróunarsjóði til að gera frumgerð að skýlausn. Meginhugmyndin
var ná til smærri fasteignaaðila með einfalda og myndræna lausn í skýinu.
Notendur gætu nálgast vefinn og hlaðið inn upplýsingum um fasteignir sínar með
einföldum hætti og síðan taka í notkun nokkur meginferli fasteignastjórnunar
eins og rekstur og viðhald, hjálparborð og skjölun bygginganna.
Heiti verkefnis: Skýlausn
fyrir fasteignastjórnun
Verkefnisstjóri: Gunnlaugur B. Hjartarson, MainManager ehf.
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrkár: 2015-2017
Fjárhæð styrks: 45 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 152959
VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.
Markaðurinn í dag krefst þess að hægt sé að lesa inn opinberar upplýsingar um eignasöfn fasteignaeigenda sem þegar eru fyrir hendi. Sömuleiðis er gerð krafa um að birta eignaupplýsingar eða verkefni á GIS-korti. BIM (Building Information Model) er orðin staðreynd og allar helstu stærri byggingar eru gerðar með BIM-tækni í dag. Það var töluverð áskorun að geta nýtt sér þessar upplýsingar sem grunn í rekstri og viðhaldi fasteigna. Í góðri samvinnu við Catenda í Noregi var þetta leyst og MainManager hefur tekið forystu á þessu sviði í dag.
Stórir fasteignaeigendur eins og Statsbygg í Noregi, Region Midt (Aarhus hospital) og stórir opinberir aðilar í Englandi eru að hugleiða notkun á þessu og verða fyrstir til að nota þessa tækni í rekstri og viðhaldi eigna sinna. Önnur áskorun sem félagið leysti í þessu verkefni var að tengjast Matrikkel tjenesten í Noregi í samvinnu við Trondheim kommune. Trondheim á hundruð fasteigna sem verða lesnar inn frá Matrikkel tjenesten beint inn í Mainamanger og tengjast beint GIS-kerfi sveitarfélagsins. MainManager ráðgerir að sýna frumgerðina á ráðstefnu á Íslandi á haustmánuðum.
Afrakstur verkefnisins mun að öllum líkindum auka veltu MainManager um 150 milljónir árlega strax árið 2020.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.