Snertilaus myndstýring fyrir skurðlækna - verkefni lokið
Fréttatilkynning verkefnisstjóra
Markmið Levo er að skurðlæknar geti sjálfir stjórnað myndefni á skurðstofum með hugbúnaði sem tengdur er armbandi á framhandlegg skurðlæknis. Bein stjórn á læknisfræðilegum myndum með hugbúnaði Levo bætir upplýsingaflæði til lækna og minnkar undirbúningstíma.
Læknisfræðilegar myndir eru gjarnan sýndar á skjá inn á skurðstofum
meðan á aðgerð stendur. Sótthreinsaðir starfsmenn mega þó ekki snerta
stýribúnað myndaforrita. Markmið Levo er að skurðlæknar geti sjálfir stjórnað
myndefni á skurðstofum með hugbúnaði sem tengdur er armbandi á framhandlegg skurðlæknis.
Armbandið mælir vöðvaspennu handar og hreyfingu arms. Þannig getur skurðlæknir
stjórnað myndahugbúnaði með handahreyfingum án þess að snerta lyklaborð eða mús.
Bein stjórn á læknisfræðilegum myndum með hugbúnaði Levo bætir upplýsingaflæði
til lækna og minnkar undirbúningstíma. Einnig má koma í veg fyrir mannleg
mistök með réttum upplýsingum milliliðalaust þegar á þarf að halda.
Vöruþróun og prófanir á hugbúnaði fóru fram í samstarfi við skurðlækni og heilbrigðistæknideild Landspítalans. Prófanir leiddu í ljós sérstakar þarfir skurðlækna fyrir tölvustýringu í aðgerð. Samhliða prófunum var unnið að frumgerðum að armbandi sem byggir á annarri tækni til þess að auðvelda notkun enn frekar. Lausn Levo var kynnt á tveimur stórum erlendum spítölum við góðar undirtektir og óskir um samstarf.

Heiti verkefnis: Snertilaus myndstýring fyrir
skurðlækna
Verkefnisstjóri: Guðmundur Már Gunnarsson, Levo ehf.
Tegund styrks: Frumherjastyrkur
Styrkár: 2015-2016
Fjárhæð styrks: 11,125 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 153272
VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.
Afrakstur:
- Þróun á hugbúnaði til þessa að tengja myndahugbúnað á
skurðstofum við armband sem mælir handahreyfingar skurðlæknis fyrir steríla stjórn
á tölvum á skurðstofu.
- Prófanir fóru fram á hugbúnaðinum sem gáfu skýrari
mynd af þörfum skurðlækna í aðgerð: Hvernig handahreyfingar henta best til þess
að stýra tölvu í aðgerð, hvers konar viðbrögð (e. feedback) og hvaða vandamál
voru skurðlæknum efst í huga.
- Samhliða því að þróa hugbúnað fyrir armbandið hefur
Levo einnig í þróun armband sem greinir handahreyfingar með annarri tækni.
Slíkur búnaður kæmi í stað núverandi armbands sem byggir á vöðvarafriti og gæti
gagnast skurðlæknum við snertilausa stjórnun á tölvu með auðveldum
fingrahreyfingum. Nýja armbandið er þróað með það að markmiði að gera stjórnun
auðveldari, gera skurðlæknum kleift að hafa armband ofar á armi og bæta
viðbrögð armbandsins. Til þess þurfti þróun á nýjum rafrásum, merkjavinnslu,
notendaviðmóti og tölvunæmi (e. machine learning).
- Kynning á verkefni á Myo Clinic í Bandaríkjunum og
Sahlgrenska í Gautaborg.
- Samstarf við Össur hf. við rannsóknir og þróun.