Sniðmót fyrir steinsteypu – verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

24.1.2019

Verkefnið Sniðmót fyrir steinsteypu hefur lokið sínu fyrsta þróunarstigi

Verkefnið Sniðmót fyrir steinsteypu hefur nú lokið sínu fyrsta þróunarstigi og var það gert með því að gera tilraun til að steypa upp 15 m² prótótýpu þar sem allur afrakstur af þróunarvinnunni var lagður undir. Smíði mótanna gekk hratt fyrir sig og allt gekk vel þar til hluti af tengingum milli járnagrindar og dúksins gaf sig með þeim afleiðingum að hluti af mótinu sprakk og gera þurfti varanlegt hlé á framkvæmdunum.

Þrátt fyrir þetta bakslag má segja að þessi fyrsta frumgerð hafi heppnast að öðru leiti og orsakir vandamálsins hafa verið greind og staðfest og til stendur að steypa upp nýja prótótýpu á seinni stigum þar sem búið verður að koma í veg fyrir þetta tiltekna vandamál.

Heiti verkefnis: Sniðmót fyrir steinsteypu
Verkefnisstjóri: Einar Hlér Einarsson
Styrkþegi: Sei ehf.
Tegund styrks: Frumherjastyrkur
Fjöldi styrkára: 2
Fjárhæð styrks:  13,728 millj. kr. alls

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica