Starborne fyrir snjalltæki - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

25.2.2021

Solid Clouds er íslenskt tölvuleikjafyrirtæki sem er að framleiða tölvuleikinn Starborne fyrir snjalltæki fyrir alþjóðlegan markað. 

Logo tækniþróunarsjóðsStarborne er þrívíður herkænskuleikur sem gerist í geimnum og er spilaður í rauntíma af þúsundum spilara yfir netið, en hver leikur tekur um tvo mánuði. Hér er um að ræða herkænskuleik þar sem spilarar byggja sig upp, safna auðæfum, kanna umhverfi sitt og berjast við aðra spilara. Starborne fyrir snjalltæki er ókeypis en spilarar geta keypt sér hluti innan leiksins. Hægt er að spila leikinn gegnum snjalltæki sem keyra á Android stýrikerfinfu. Fjárhagslegur stuðningur Tækniþróunarsjóðs og sú viðurkenning sem í honum fest , hefur reynst Solid Clouds mikilvægur við þróun á Starfborne fyrir snjalltæki og vegna fjármögnunar hans.

Sjá nánar á https://www.solidclouds.com/

HEITI VERKEFNIS: Starborne fyrir snjalltæki

Verkefnisstjóri: Stefán Þór Björnsson

Styrkþegi: Solid Clouds ehf.

Tegund styrks: Vöxtur

Fjöldi styrkára: 2

Fjárhæð styrks: 50.000.000 ISL kr. alls

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica