Svífandi göngustígakefi - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra.

23.5.2022

Íslenskur arkitekt og alþjóðlegur brúarhönnuður sameinuðu krafta sína til að hanna umhverfisvæna leið til að vernda náttúru og hámarka upplifun gesta á smekklegan hátt. 

Stígakerfið svarar aukinni þörf á innviðum til að taka á móti ferðamönnum á vinsælum stöðum og bíður upp á nýjar lausnir með meiri fínleika, meira öryggi og minna inngripi en aðrar lausnir hafa getað hingað til. Hönnuðunum komu með nýtt kerfi með áður óséðum lausnum. Algjörlega afturkræf stígagerð sem er í raun heilstætt kerfi sem bíður upp á ótal möguleika. Það saman stendur af ýmis konar beygjum og tengingum, innbyggðum pöllum upplýsingaskiltum, lýsingu, bekkjum og þrepum.

Logo tækniþróunarsjóðsBúið er að setja kerfið upp í Hveradölum sem er háhitasvæði undir Hengli. Þar eru aðstæður erfiðar og náttúran afar viðkvæm með miklum hvera útfellingum, litadýrð, leirhverum, fínlegum fléttum og mosa.

Þar sannaði kerfið sig og staðfesti að það getur hentað hvar sem er í viðkvæmri náttúru og boðið upp á áður óþekkta upplifun þar sem náttúran fær að njóta sína aftur án átroðnings. Stigakefið er á jarðvegsskrúfum sem eru hlutfallslega mjög fáar vegna burðargetu eininganna. Þar sem náttúran er viðkæm er kerfið er sett upp án vinnuvéla á fljótvirkan hátt með því að renna einingunum á hjólabrettum á uppkomnum stígum. Jarð- og yfirborðsvatn rennur óhindrað undir upplyft sígakerfið sem gerir að það eru ekki áhrif á umhverfið eins og ekki er komist hjá í öðrum tegundum stíga sem við þekkjum. Útsýnið er líka einstakt af upplyftum stígum og órúlegt hvað hægt er að komast nálægt hverunum. Þar sem áður var útspörkuð náttúra og regluleg slys við breytilega hveri er nú öryggi og einstök upplifun.

Aukin þörf á umhverfisvænum lausnum þar sem náttúran og lifríkið á brattan að sækja í öllum heiminum. Svífandi stígakerfið aðlagar hið manngerða að náttúrinni á umhverfisvænan, þægilegan og flottan hátt.

Styrkir úr Tækniþróunarsjóði hafa gert verkefninu möguleika á að verða að veruleika og að kynna það á markaði. Án styrkjanna hefði framleiðsla á dýrum frumgerðum, þróunarferlum og markaðssetningu ekki verið gerleg fyrir höfundi.

Allar niðurstöður og afrakstur verkfnisins nýtast til sanna not og gæði vörunnar og markaðsteja hana.

HEITI VERKEFNIS: Svífandi göngustígakefi

Verkefnisstjóri: Daniel Karel Niddam

Styrkþegi: Alternance slf

Tegund styrks: Markaðsstyrkur

Fjöldi styrkára: 1

Fjárhæð styrks: 9.990.000 ISL kr. alls

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI. 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica