Þróun á frumgerð snjallspegils - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

11.9.2018

Vonir standa til að snjallspegillinn muni nýtast við gagnaöflun í rannsóknum á unglingabólum og mögulegum tengslum þeirra við mataræði, svefnvenjur og hreyfingu notenda.

Hönnunar- og tæknifyrirtækið Wonwei hefur undanfarið unnið að þróun svokallaðs snjallspegils, sem er tölvuvæddur spegill með innbyggðri myndavél. 142497
Varan sem er aðallega ætluð aðilum í húðsjúkdómarannsóknum og tölvusjón, býður upp á keyrslu á reikniritum fyrir tölvusjón til greiningar á húðástandi og öðrum breytingum á andliti notanda spegilsins. Frumgerðin keyrir á nýju stýrikerfi frá Google, Android Things, sem er sérstaklega ætlað fyrir minni snjalltæki. Næstu skref í verkefninu eru prófanir á frumgerð tækisins með samstarfsaðilum úr rannsóknarumhverfi háskóla og lyfjaiðnaðar. Vonir standa til að afrakstur verkefnisins, frumgerð snjallspegils, muni nýtast við gagnaöflun í rannsóknum á unglingabólum og mögulegum tengslum þeirra við mataræði, svefnvenjur og hreyfingu notenda.

Heiti verkefnis: Þróun á frumgerð snjallspegils
Verkefnisstjóri: Haraldur Haraldsson, Wonwei
Styrkþegi: Wonwei slf.
Tegund styrks: Frumherjastyrkur
Styrkár: 2015-2016
Tilvísunarnúmer Rannís: 142497

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Afrakstur:
Vefsíða frumgerðar: www.reeflect.me

Þetta vefsvæði byggir á Eplica