Þróun sjálfbærrar ammóníaksframleiðslu - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra.

24.8.2018

Atmonia er sprotafyrirtæki sem þróar umhverfisvæna framleiðsluaðferð köfnunarefnisáburðar til staðbundinnar framleiðslu og notkunar með úðunarkerfi. Ferli Atmonia býður heildstæða umhverfisvæna lausn framleiðslu köfnunarefnisáburðar og notkunar hans.

Atmonia er sprotafyrirtæki sem þróar umhverfisvæna framleiðsluaðferð köfnunarefnisáburðar til staðbundinnar framleiðslu og notkunar með úðunarkerfi. Ferli Atmonia býður heildstæða umhverfisvæna lausn framleiðslu köfnunarefnisáburðar og notkunar hans. Í þessu verkefni hafa Atmonia og Grein Research í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Háskóla Íslands unnið að þróun yfirborða með hátt virkt yfirborðsflatarmál og prófun slíkra yfirborða sem hvata fyrir afoxun köfnunarefnis til framleiðslu nitur-áburðar. Samhliða því hefur Atmonia unnið nákvæma viðskiptaáætlun þar sem markaður var rýndur og möguleikar á hagkvæmustu uppbyggingu nýrrar gildiskeðju fyrir köfnunarefnis-hagkerfið. Atmonia hefur kynnt verkefnið á erlendum vettvangi og fengið mikla og jákvæða athygli. Öll þessi vinna var möguleg fyrir tilstilli Sprotastyrks frá Tækniþróunarsjóði.

Heiti verkefnis: Þróun sjálfbærrar ammóníaksframleiðslu
Styrkþegi: Atmonia ehf.
Verkefnisstjóri: Egill Skúlason, Atmonia ehf.
Tegund styrks: Sproti
Styrkár: 2017
Fjárhæð styrks: 9,998 millj. kr.
Tilvísunarnúmer Rannís: 175456

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Næsta árið stefnir Atmonia á að skala upp framleiðsluferlið, besta hvatann og byggja upp samstarfs- og sölutengsl. Slík tæknileg lausn getur tekið nokkur ár að þróa og besta áður en hún nær markaði og því er stuðningur Tækniþróunarsjóðs við fyrstu skrefin ómetanlegur. Niðurstöður Sprotaverkefnisins „Þróun sjálfbærrar ammóníaksframleiðslu“ munu nýtast að öllu leyti í það starf sem framundan er.

Afrakstur:

Fyrsti hvati með hátt hlutfall flatarmáls var hannaður og prófaður m.t.t. hvötunar. Niðurstöður eru lofandi. Greinargóð viðskiptaáætlun, skýrsla um aðferðafræði til framleiðslu yfirborða með hátt hlutfall flatarmáls, sem og skýrsla um heimsframleiðslu þeirra hliðarmálma sem Atmonia einbeitir sér að.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica