Útflutningur á tónlistarstreymislausnum til fyrirtækja í Bretlandi - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjórans

8.5.2017

„Ég tel að Tækniþróunarsjóður sé gífurlega mikilvæg stoð bæði fyrir íslenska nýsköpun og tækniþróun ásamt því að veita mikilvægan stuðning við sprotafyrirtæki sem eru með vöru eða þjónustu sem á erindi á alþjóðlega markaði“, segir Ívar Kristjánsson, framkvæmdastjóri ATMO Select.

ATMO Select hlaut styrk til markaðssetningar á tónlistarlausn sinni á Bretlandsmarkaði í byrjun árs 2016. Á verkefnistímanum hefur fyrirtækið komið sér upp öflugu sölukerfi og útbúið markaðs- og söluefni á ensku. Fyrirtækið hefur gert þjónustusamninga við nokkur fyrirtæki og tekið þátt í tveimur stórum ráðstefnum. Nú standa yfir viðræður við stóra aðila sem sumir hverjir eru með þúsundir verslana/veitingastaða ásamt því að unnið er að innleiðingarferli í þekkta bankastofnun og spennandi samstarfssamningar við öflug fyrirtæki eru í burðarliðnum.

Heiti verkefnis: Útflutningur á tónlistarstreymislausnum til fyrirtækja í Bretlandi
Verkefnisstjóri: Ívar Kristjánsson, ATMO Select ehf.

Tegund styrks: Markaðsstyrkur
Styrkár: 2016
Fjárhæð styrks: 10 millj. kr.
Tilvísunarnúmer Rannís: 164011061

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

„Ég tel að Tækniþróunarsjóður sé gífurlega mikilvæg stoð bæði fyrir íslenska nýsköpun og tækniþróun ásamt því að veita mikilvægan stuðning við sprotafyrirtæki sem eru með vöru eða þjónustu sem á erindi á alþjóðlega markaði“, segir Ívar Kristjánsson, framkvæmdastjóri ATMO Select.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica