Valorka hverfillinn, 3. þróunaráfangi - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

24.10.2018

Þróun Valorku-hverfilsins lýtur m.a. að heppilegum aðferðum til opnunar og lokunar blaða hverflanna; styrkleika og stærðarhlutföllum; flotjafnvægi og efnisvali; straumálagi og iðumyndun; burðargrind og botnfestingum; aðferðum til lagningar, þjónustu og endurheimtu og mögulegu staðarvali.  Í öllum þáttum hefur verið leitast við að tryggja lágmarksáhrif á umhverfi; hagkvæmni, rekstraröryggi og einfaldleika.

Valorka ehf. vinnur að þróun hverfils til nýtingar á hægstraumi, og miðar þróunin einkum að nýtingu hans til raforkuframleiðslu í sjávarfallastraumi.  Þetta er fyrsta og eina íslenska þróunarverkefnið á þessu sviði, og á heimsvísu stendur enginn hverfill nær því núna að nýta jafn hæga strauma.  Sjávarfallaorka er enn ónýtt en verður vænlegur staðgengill í þeim orkuskiptum sem framundan eru í kjölfar Parísarsamkomulagsins.

Valorka þróaði í upphafi einása þverstöðuhverfla með hreyfanlegum blöðum, í 7 megingerðum.  Í þessum verkáfanga hefur þróunin beinst að tví- og fjölása þverstöðuhverflum, sem byggja á sömu aðferðum, en eru vænlegri varðandi t.d. dýpiskröfu og átaksdreifingu.  Tvíása hverflar eru í raun færibönd sem ganga um endaása.  Blöðin eru flöt fyrir straumi öðrumegin bandsins en liggjandi hinum megin.

Heiti verkefnis: Valorka hverfillinn, 3. þróunaráfangi
Verkefnisstjóri: Valdimar Össurarson, Valorku ehf.
Styrkþegi: Valorka ehf.
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrkár: 2015-2017
Fjárhæð styrks: 31 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 152872

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Þróunin lýtur m.a. að heppilegum aðferðum til opnunar og lokunar blaða hverflanna; styrkleika og stærðarhlutföllum; flotjafnvægi og efnisvali; straumálagi og iðumyndun; burðargrind og botnfestingum; aðferðum til lagningar, þjónustu og endurheimtu og mögulegu staðarvali.  Í öllum þáttum hefur verið leitast við að tryggja lágmarksáhrif á umhverfi; hagkvæmni, rekstraröryggi og einfaldleika.  Með aðferðum Valorku má nýta sjávarfallaorku án nokkurra þekktra umhverfisáhrifa á virkjunarstað; t.d. verða hverflarnir algerlega neðansjávar en nokkru ofar botni og snúningshraði er mjög hægur.  Orka sjávarfalla utan stranda er dreifð og því verða hverflar til nýtingar hennar mjög stórir.  Mikilvægustu uppfinningar Valorku í þessum áfanga liggja annarsvegar í aðferðum til einfaldrar opnunar og lokunar blaða, en hinsvegar í því að gera burðargrind óþarfa milli ása hverfilsins.  Í því liggur ekki einasta mikill efnissparnaður, heldur bæði möguleikar á eins löngum hverfli og aðstæður leyfa og mikil einföldun í lagningu og endurheimtu hverfilsins.

Afrakstur

Eftirtaldar útgáfur lýsa verkefninu í heild og stöðu þess:

  • Íslensk sjávarorkutækni í fremstu röð.  Skýrsla um hverflaþróun Valorku, stöðu tækninnar á heimsvísu og möguleika hérlendis.
  • Skýrsla Valorku um tilhögun lagningar, reksturs og endurheimtu sjávarfallahverfla.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica