Vel heppnaður og fjölmennur vorfundur Tækniþróunarsjóðs

14.6.2018

Vorfundur Tækniþróunarsjóðs 2018 var haldinn fimmtudaginn 7. júní í Petersen svítunni í Gamla bíói. Veðrið var frábært og tókst fundurinn mjög vel í alla staði.

  • Ráðherra nýsköpunarmála, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ávarpaði fundinn.

Ráðherra nýsköpunarmála, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ávarpaði fundinn og erindi fluttu Páll Ragnar Jóhannesson, framkvæmdastjóri Oculis á Íslandi, sem sagði sögu fyrirtækisins, frá örlitlum sprota yfir í fremstu röð augnlyfjaþróunar á alþjóðamarkaði og Guðmundur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri vöruþróunar Google Assistant, sagði reynslusögur úr Kísildalnum.

Hrund Gunnsteinsdóttir stjórnarformaður Tækniþróunarsjóðs var fundarstýra og fór hún ásamt Sigurði Björnssyni yfir nýtt áhrifamat sjóðsins og úthlutun vorsins.

Fundurinn var fjölmennur, yfir hundrað gestir, að loknum erindum var lifandi tónlist og boðið upp á léttar veitingar og fundarmenn og konur áttu gott spjall saman um ýmsar hliðar nýsköpunar.

Myndir frá fundinum er hægt að skoða á Facebook síðu Tækniþróunarsjóðs .









Þetta vefsvæði byggir á Eplica