Vel heppnuð rafræn kynning á Tækniþróunarsjóði og skattfrádrætti þróunarverkefna

26.2.2021

Fundurinn var haldinn í samstarfi við helstu atvinnuþróunarfélög á landsbyggðinni.

Þann 23. febrúar sl. stóð Tækniþróunarsjóður  fyrir rafrænum kynningarfundi á fyrirtækjastyrkjum sjóðsins: Sprota, Vexti/Spretti og Markaðsstyrk

Einnig var kynning á skattfrádrætti rannsókna- og þróunarverkefna. Markmiðið með frádrættinum er að efla rannsóknir og þróunarstarf og bæta samkeppnisskilyrði nýsköpunarfyrirtækja með því að veita þeim rétt til skattfrádráttar vegna kostnaðar við nýsköpunarverkefni.

Fundurinn var vel sóttur og stefnt er að því að halda fleiri rafræna kynningarfundi í framtíðinni.


Rafræn kynning á Tækniþróunarsjóði og skattfrádrætti þróunarverkefna.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica