Vélbúnaður til að setja öngla á fiskilínu og taka þá af - verkefni lokið
Fréttatilkynning verkefnisstjóra
Lausnin frá Vélsýn ehf. mun bæta vinnuaðstöðu sjómanna og auðvelda viðhald á línu og önglum. Lausnin gerir mögulegt að skipta út bognum og skemmdum önglum á auðveldan máta sem og línunni.
Vélsýn ehf hefur lokið tveggja ára verkefni sem fékk frumherjastyrk frá Tækniþróunarsjóði Rannís.
Verkefnið gekk út á að sanna gildi hugmyndar (e. proof of concept) um búnað sem setur öngla sjálfvirkt á fiskilínu á meðan hún er lögð í sjó og tekur þá aftur af línunni þegar hún er dregin upp úr sjó. Í verkefninu var gildi hugmyndarinnar sannreynt með því að hanna, smíða og prófa sjálfvirkan búnað sem setti öngla á fiskilínuna og tók þá aftur af.
Heiti verkefnis: Vélbúnaður
til að setja öngla á fiskilínu og taka þá af
Verkefnisstjóri: Rúnar Unnþórsson, Háskóla Íslands
Tegund styrks: Frumherjastyrkur
Styrkár: 2
Fjárhæð styrks: 10,683 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 131790061
VERKEFNIÐ VAR STYRKT
AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.
Lausnin frá Vélsýn mun bæta vinnuaðstöðu sjómanna og
auðvelda viðhald á línu og önglum. Lausnin gerir mögulegt að skipta út bognum
og skemmdum önglum á auðveldan máta sem og línunni. Með fleiri heila öngla á
línunni má gera ráð fyrir að aflinn verði meiri. Ávinningur útgerða og sjómanna
getur því verið umtalsverður.
Verkefnið hefur lagt grunn að frekari vöruþróun á lausninni þar sem helstu tæknilegu áskoranirnar voru leystar í verkefninu.
Afrakstur verkefnisins
- Sönnun á gildi hugmyndar (e. Proof of concept) um að setja
öngla sjálfvirkt á fiskilínu meðan hún er lögð í sjó. Búnaður (nefndur Ábóti)
var smíðaður og prófaður.
- Sönnun á gildi hugmyndar (e. Proof of concept) um að taka
öngla af fiskilínunnu þegar hún er dregin upp úr sjó. Búnaður (nefndur
Strippari) var smíðaður og prófaður.