XRG rafstöð - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

14.11.2017

XRG-Power er sprotafyrirtæki sem sérhæfir sig í nýsköpun og þróun á rafstöðvum sem vinna rafmagn úr jarðvarma sem er undir suðumarki.

XRG-Power hefur þróað litla ORC rafstöð, sem ber nafnið XRG rafstöðin.

XRG-kerfið hefur verið prófað með góðum árangri við eftirfarandi aðstæður þar sem notað var heitt vatn beint úr krananum í Reykjavík og náði það að hámarki 70° C, og um það bil 8° C kalt vatn líka beint úr krananum. XRG rafstöðin framleiddi nettóafl 400W af rafmagni meðan á þessum fyrstu prófunum stóð og leiddi í ljós mörg mikilvæg atriði sem hafa þarf í huga vegna hönnunar og stýringar XRG rafstöðvarinnar.

Heiti verkefnis: XRG rafstöð
Verkefnisstjóri: Mjöll Waldorff, XRG-Power ehf.
Tegund styrks: Frumherjastyrkur
Styrkár: 2015-2016
Fjárhæð styrks: 13,473 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 153013061

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Hönnun XRG rafstöðvarinnar er núna í endurskoðun með áherslu á bæði tæknilega og efnahagslega þætti, með það í huga að lækka kostnað og auka afköst. Það eru töluverðir markaðsmöguleikar fyrir litlar ORC rafstöðvar, en til að geta nýtt þau markaðstækifæri þá þarf að lækka kostnað og auka afköst með það í huga að minnka endurgreiðslutíma þeirra sem fjárfesta í þessum rafstöðvum.

XRG-Power ehf. hefur hlotið frumherjastyrk hjá Tækniþróunarsjóði Íslands ásamt því að fá úthlutuðum styrk úr frumkvöðlasjóði Íslandsbanka, en þessir styrkir hafa komið sér gífurlega vel fyrir frumkvöðlafyrirtæki sem er að komast á legg.

Afrakstur

Fullbúin prótótýpa sem unnin er út frá til að besta hönnun og orkunýtni.

MSc-lokaverkefni Emilíu Valdimarsdóttur “Small scale electricity production from low temperature geothermal resources using organic rankine cycle,” Háskólinn í Reykjavík, janúar 2017.

Kynning á XRG – Power á Arctic Circle Assembly í október 2017.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica