Rannsóknasjóður: mars 2018

28.3.2018 : Virkni stammeðferðar á eldri börn sem stama - meðferð stjórnað af foreldrum með skilyrtri svörun – klínísk rannsókn (II. stig) - verkefni lokið

Rannsóknin kannaði nýja meðferð við stami barna á aldrinum 9-13 sem höfðu stamað í lengri tíma. Samkvæmt fyrri rannsóknum hefur ávinningur af meðferð fyrir þennan aldurshóp verið takmarkaður. Þörfin er hins vegar mikil því vaxandi líkur eru á því að börn á þessum aldri sem stama muni glíma við þrálátt stam og auk þess verða börn á þessum aldri oft fyrir stríðni vegna stamsins.

Lesa meira

27.3.2018 : Þingstaðir á Íslandi 850 til 1950 - verkefni lokið

Árin 2014-2017 fór fram rannsókn á þingstöðum á Íslandi. Til þessa höfðu athuganir á þessu sviði takmarkast við þingstaði tiltekinna tímaskeiða, en að þessu sinni var áherslan lögð á staðsetningu og gerð þingstaða óháð tímabilum. 

Lesa meira

27.3.2018 : Kynjajafnrétti við stjórn atvinnulífsins: stefna, þróun og áhrif - verkefni lokið

The main aim of the project was to analyse gender equality in top leadership in the 250 largest companies in Iceland, and the impact of the gender quota law, which was implemented in September 2013. The project employed interdisciplinary and mixed method approaches. 

Lesa meira

27.3.2018 : Áhrif tekjuójöfnuðar og félagsauðs á sálræna líðan táninga - verkefni lokið

Meginmarkmið rannsóknarverkefnisins “Áhrif tekjuójöfnuðar og félagsauðs á andlega heilsu unglinga” var að kanna tengsl tekjuójöfnuðar og félagsauðs við kvíða og þunglyndi unglinga innan íslenskra skólahverfa yfir tímabilið 2006 til 2016. 

Lesa meira

26.3.2018 : Orsakir útlitsbreytileika beitukónga (Buccinum undatum L.; Gastropoda; Mollusca) - verkefni lokið

Í þessari rannsókn var lagður grunnur að áframhaldandi vist-, þróunar- og erfðafræðirannsóknum á breytileika í útlitseinkennum lindýra. Byggt á nákvæmum rannsóknum á svipfarsbreytileika beitukóngskuðunga í Breiðafirði höfum við þróað kerfi til að meta útlitseinkenni þeirra sem og öðlast innsýn í þroskunarfræðilegan bakgrunn (erfðir vs. umhverfi) litar og litamynsturs kuðunganna.

Lesa meira

26.3.2018 : Hinsegin innflytjendur á Íslandi: Afhjúpun, sjálfsmynd og að tilheyra - verkefni lokið

Í þessari rannsókn er fjallað um reynslu LGBTPQ innflytjenda af því að búa á Íslandi, og hvernig hún tengist alþjóðlegu og sögulegu samhengi. 

Lesa meira

26.3.2018 : Tilfinningar, efnisheimur og hversdagslíf á 19. og fyrri hluta 20. aldar á Íslandi - verkefni lokið

Verkefnið fjallaði um tilfinningar, efnisheim og hversdagslíf fólks á Íslandi á 19. og fyrri hluta 20. aldar og byggðst á rannsókn á heimildum af ólíku tagi og hvernig þær tengjast einstaklingnum persónulega. 

Lesa meira

26.3.2018 : Snemmtæk íhlutun dreifbýlisbarna með fjarþjónustu sérfræðinga: Eigindleg og megindleg greining á áhrifum fjarþjónustu sérfræðinga á framfarir og ánægju barns og fjölskyldu - verkefni lokið

The purpose of the project was to develop and evaluate a behavioral parent training package via telecommunication for Icelandic caregivers of preschool children with autism that have limited access to evidence-based intervention and behavioral expertise. 

Lesa meira

22.3.2018 : Áhrif thrombins og annarra áverkunarefna á æðaþel. Hlutverk AMP-kínasa og sveigðra boðleiða - verkefni lokið

Helsta markmið þessarar rannsóknar var að kortleggja bólguferla annars vegar og bólguhindrandi ferla hins vegar, eftir örvun PAR-1 viðtaka og prófa með því þá vinnutilgátu, að bólguhindrandi og frumuverndandi áhrifum APD sé miðlað af  kínasanum AMPK (AMP-activated protein kinase).

Lesa meira

22.3.2018 : Auðkenning lítt skilgreindra lífefna í efnaskiptum mannsins - verkefni lokið

We researchers at the Center for System Biology in the University of Iceland, have formulated methods to computationally propose the functions of human genes and metabolites by analyzing them in the context of metabolism using genome scale metabolic network models. 

Lesa meira

22.3.2018 : Þróun ónæmismeðferðar gegn sumarexemi hjá hestum - verkefni lokið

Íslenskir hestar sem fluttir eru út eru í mikilli áhættu á að fá sumarexem, sem er IgE miðlað ofnæmi gegn ofnæmisvökum (próteinum) úr biti mýflugna (Culicoides spp), sem kallaðar hafa verið smámý eða lúsmý á íslensku. Allt að 50% útflutningshrossa fær exemið við slæmar aðstæður en einungis um 10% íslenskra hesta sem fæddir eru erlendis. 

Lesa meira

21.3.2018 : Leit að uppbyggingu í umraðanamengjum - verkefni lokið

Markmið verkefnis okkar var að búa til tölvuforrit sem gæti fundið uppbyggingu hlutar sem kallast umraðanaflokkur. Forritið sem skrifað var hefur enduruppgötvað niðurstöður fjöldamargra rannsóknagreina sem saman telja mörg hundruð síður. 

Lesa meira

21.3.2018 : Spálíkan fyrir jöklaleysingu - verkefni lokið

Afurðir verkefnisins eru meðal annars yfirlit yfir þróun á endurkaststuðli Vatnajökuls og á leysingu allra jökla landsins yfir tímabilið 1980-2016. Líkanið sem þróað var í verkefninu getur enn fremur reiknað lengra aftur í tímann og sömuleiðis framtíðarleysingu jöklanna með jaðarskilyrðum frá loftlagslíkönum að gefnum ákveðnum sviðsmyndum um framtíðina.

Lesa meira

20.3.2018 : Líffræðileg fjölbreytni í grunnvatni á Íslandi - verkefni lokið

Í verkefninu var leitast við að auka skilning okkar á þeim þáttum sem móta líffræðilega fjölbreytni hryggleysingja í grunnvatni linda og straumvatns. 

Lesa meira

20.3.2018 : Mikilvægi hrognastærðar fyrir svipfarsbreytileika og aðskilnað stofna - verkefni lokið

Verkefnið tókst á við spurninguna um hvernig móðuráhrif, þ.e. hrognastærð, geti haft áhrif á svipfarsbreytileka innan og milli stofna.
Þróun bleikjuafbrigða, bæði samsvæða og missvæða, hefur sést víða á norðurhveli, t.d. á Íslandi.

Lesa meira

16.3.2018 : Hlutverk RNA smásameinda og sviperfða í brjóstakrabbameini hjá áhættuhópum - verkefni lokið

Markmið verkefnisins var að skilgreina möguleg hlutverk RNA smásameinda, svokallaðra miRNA sameinda, og metýlunar eða sviperfðabælingar á þeim í myndun illvígra brjóstakrabbameina, svo sem í arfberum BRCA1 og BRCA2 stökkbreytinga - og jafnframt að kanna möguleg áhrif á sjúkdómsframvindu og horfur.

Lesa meira

16.3.2018 : Tími, rými, frásögn og Íslendingasögur - verkefni lokið

Markmið verkefnisins var að varpa skýrara ljósi á það hvernig tími og rými er sett á svið og lýst í Íslendingasögum.

Lesa meira

16.3.2018 : Sanngjörn meðferð samkeppnisbrotamála í Evrópusambandinu: Heimspekileg nálgun - verkefni lokið

Víða í fræðunum hefur verið fjallað um álitamál um sanngjarna málsmeðferð í evrópskum samkeppnisrétti á grunni hinnar hefðbundnu lögfræðilegu aðferðar vildarréttarins, án þess þó að höfundar séu á eitt sáttir um hvaða efnislegu viðmið hugtakið um sanngjarna málsmeðferð ætti að fela í sér. 

Lesa meira

15.3.2018 : Nýir GH17 beta-transglúkosidasar - verkefni lokið

Bygging og eiginleikar áhugaverðra transglúkósdasa sem finnast í ýmsum tegundum  purpurabaktería og  ummynda beta-glucan fjöl- og fásykrur voru kannaðir í verkefninu.

Lesa meira

15.3.2018 : Notkun kerfiserfðafræðinnar við greiningu á orsökum æðakölkunar og tengdra áhættuþátta - verkefni lokið

Studies over many decades have shown that circulating factors are critical for age-related disease processes and complications, however for technical reasons a comprehensive analysis of the serum proteome has remained largely unexplored. 

Lesa meira

15.3.2018 : Áhrif næringardrykkja, í samanburði við orku- og próteinríkar millimátíðir, á lífsgæði og líkamsþyngd sjúklinga með langvinna lungnaþembu (COPD) - verkefni lokið

Markmið rannsóknarinnar var að meta hvort unnt væri að nota orku- og próteinríka millibita til að bæta næringarástand og auka lífsgæði vannærðra sjúklinga með COPD með sambærilegum árangri og áður hafði sést með notkun næringardrykkja.

Lesa meira

15.3.2018 : Hlutverk USPL1 í varnarkerfi frumunnar gegn DNA skemmdum og krabbameinsþróun - verkefni lokið

Eitt af megin einkennum krabbameinsfrumna er óstöðugt erfðamengi. Þessi óstöðugleiki er talinn stafa af DNA skemmdum sem fruman nær ekki að meðhöndla. Til að koma í veg fyrir þetta ástand býr fruman yfir öflugu varnarkerfi sem skynjar og bregst við DNA skemmdum. 


Lesa meira

14.3.2018 : Samþætting fornveðurvísa - verkefni lokið

The goal of the ANATILS project (Abrupt North Atlantic Transitions; Ice, Lake and Sea) was to improve our understanding of the nature and causes of abrupt climate changes. Lesa meira









Þetta vefsvæði byggir á Eplica