2know School - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjórans.

24.3.2017

Ávinningur nemenda er að þeir fá niðurstöður verkefna sinna strax auk þess sem það er auðvelt að endurtaka verkefni til að æfa sig enn frekar, hvort sem er í skólanum eða heima við.

Fyrirtækið Appia ehf. hefur nú gefið út hugbúnaðinn 2know School en um er að ræða hugbúnað sem gefur kennurum færi á að útbúa rafræn verkefni úr hefðbundnu námsefni sem nemendur leysa síðan með snjalltækjum. Hugbúnaðurinn hefur verið í þróun undanfarin tvö ár með stuðningi Tækniþróunarsjóðs og í samstarfi við íslenskt skólafólk.

Heiti verkefnis: 2know School
Verkefnisstjóri: Björn Gíslason, Appia ehf.
Tegund styrks: Frumherjastyrkur
Styrkár: 2014-2015
Fjárhæð styrks: 12,495 millj. kr. samtals
Tilvísunarnúmer Rannís: 142610-061

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Meginmarkmið hugbúnaðarins er að spara kennurum vinnu á sama tíma og hann færir hluta námsins yfir í snjalltæki þar sem nemendur geta leyst verkefni í skemmtilegu viðmóti. Ávinningur nemenda er að þeir fá niðurstöður verkefna sinna strax auk þess sem það er auðvelt að endurtaka verkefni til að æfa sig enn frekar, hvort sem er í skólanum eða heima við. Hægt er að nota hugbúnaðinn með vel flestu námsefni og býður hann upp á fjölbreytta notkunarmöguleika.

Fjölmargir íslenskir skólar hafa tekið hugbúnaðinn í notkun til reynslu og hefur hugbúnaðurinn sömuleiðis verið kynntur á erlendum sýningum. Nánari upplýsingar er hægt að finna á vefsíðunni http://www.2know.is/skoli

Afrakstur:

2know hugbúnaðurinn - vefhugbúnaður og 2 öpp.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica