3D fyrir alla - verkefnislok

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

16.9.2015

Afrakstur verkefnisins er þrívíddarmódel af stærsta fjalli heims sem verður notað í Hollywood-kvikmynd. 

Verkefnið gekk út á það að búa til hugbúnað til þess að breyta röð ljósmynda í þrívíddarmódel. Niðurstaða verkefnisins er hugbúnaður og þjónusta sem á ekki sinn líka. Þannig hefur afraksturinn verið stór þrívíddarmódel búin til úr ljósmyndum. Oft á tíðum hafa verið búin til módel fyrir aðila sem hingað til hafa ekki notað þrívíddarmódel. Til að mynda hafa verið gerð módel til þessa að mæla stærð snjóflóða, til vatnamælinga, meta vegastæði og vegna framleiðslu kvikmynda, af hlutum sem ekki er hægt að komast að með góðu móti fyrir tökur.

Heiti verkefnis: 3D fyrir alla
Verkefnisstjóri: Ólafur Haraldsson, Designing Reality ehf.
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrkár: 2012-2013
Fjárhæð styrks: 19,645 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer rannís: 121461-061

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Upprunalega hugmyndin var að gera hugbúnað þar sem allir gætu sett inn myndir og fengið út þrívíddarmódel. Þar sem aðal styrkur hugbúnaðarins er að búa til stór og nákvæm módel, þá var fallið frá þeirri hugmynd og þess í stað búin til stór model fyrir kröfuharða viðskiptavini. Við þessar stefnubreytingar þá breyttist áherslan frá hugbúnaðarþróun yfir í viðskiptaþróun til þess að þróa bæði hugbúnað og þjónustu í takt við þarfir viðskiptavinarins. Síðara misseri verkefnisins hefur að mestu farið í að þjónusta einn viðskiptavin og þróa hugbúnaðinn og þjónustuna að þörfum kvikmyndaiðnaðarins.

Niðurstaðan er þrívíddarmódel af stærsta fjalli heims sem verður notað í Hollywood-kvikmynd. Með þátttöku í svo viðamiklu verkefni hafa skapast ótal tækifæri, ekki síst á sviði sýndarveruleika (e. virtual reality) sem byggist upp að mestu á þrívíðu efni.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica