AGS Söluherferðir - lok verkefnis

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

16.9.2015

AGR og Háskólinn í Reykjavík hafa lokið verkefni um hönnun og forritun hugbúnaðar sem heldur utan um söluherferðir fyrirtækja í heild- og smásölu. 

AGR og Háskólinn í Reykjavík hafa lokið verkefni um hönnun og forritun hugbúnaðar sem heldur utan um söluherferðir fyrirtækja í heild- og smásölu. Verkefnið var styrkt af Tækniþróunarsjóði og hefur verið unnið frá því 2012. Verkefnið gengur út á að gera fyrirtækjum kleift að halda á kerfisbundinn hátt utan um söluherferðir sínar og greina árangur. Afurð verkefnisins er kerfiseining sem gerir notendum meðal annars kleift að halda utan um, skrá niður og greina allar söluherferðir sínar, ásamt því að tengja söluherferðir við innkaupaferlið.

Heiti verkefnis: AGR Söluherferðir
Verkefnisstjóri: Finnur Tjörvi Bragason, AGR-Aðgerðagreining ehf.
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrkár: 2012-2014
Fjárhæð styrks: 30 millj. kr. alls
Tivísunarnúmer Rannís: 120954-061

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Notendur kerfisins fá þannig lausn sem gefur mun betri yfirsýn yfir söluherferðir sínar, einfaldar alla umsýslu söluherferða og nýtir betur það fjármagn sem fer í þær. Þetta er gert með því að sjá fyrir og bregðast betur við breytilegri neytendahegðun og tryggja þannig réttari innkaup tengd söluherferðum.

Verkáætlun hefur í meginatriðum staðist og hafa fengist góð viðbrögð frá markaðnum, enda styður kerfið mjög vel við núverandi vöruframboð og breikkar það svið sem lausnir AGR ná yfir. Þessi vinna hefur einnig skilað sér í mikilli þekkingu á innlendum og alþjóðlegum ferlum við áætlanagerð og vinnslu þeirra með tilliti til söluherferða. Þetta hefur skilað sér í opnu og notendavænu kerfi sem hentar minni og meðalstórum fyrirtækjum, bæði í heild- og smásölu.

”Við höfum orðið vör við mikla aukningu á samkeppni á þessu sviði. Það er mikilvægt fyrir samkeppnisstöðu AGR að geta boðið þá virkni sem viðskiptavinir búast við að sjá ásamt því að halda í þá tækniþróun sem á sér stað í viðskiptakerfum. Ef við hefðu ekki ráðist í þetta verkefni væri samkeppnisstaða okkar á markaði skert sem hefði gert okkur erfiðara um vik að viðhalda vexti fyrirtækisins.”  Segir Finnur Bragason, verkefnisstjóri og markaðsstjóri AGR.

AGR hefur í gegnum árin byggt upp sterkan alþjóðlegan viðskiptavinahóp ásamt endursöluneti í Bretlandi og Skandinavíu sem selur lausnir fyrirtækisins. Mikil tækifæri eru fólgin í því að bjóða slíka lausn samhliða megin lausn AGR sem heldur utan um söluspár og innkaupaáætlanir. Á næstu mánuðum verður hugbúnaðurinn kynntur á ráðstefnum og fyrirtækjakynningum bæði hérlendis og erlendis.

Afrakstur verkefnisins

Hugbúnaðareining – AGR Söluherferðir
AGR corporate brochure með lýsingu á hugbúnaðareiningum 

Skýrslur

Use of Weather Data in Supply Chain Management, höf. Elín Anna Gísladóttir
Thesis in Master of Science in Engineering Management - June 2015

Judgemental forecasting and value analysis of promotional activities, höf. Drífa Þórarinsdóttir
Thesis in Master of Science in Engineering Management - May 2015

Þetta vefsvæði byggir á Eplica