Alþjóða markaðsstefna og útfærsla hennar - verkefnislok

Fréttatilkynning verkefnisstjórans.

14.2.2017

Markaðsstyrkur Tækniþróunarsjóðs gaf IceMedico tækifæri til að vinna tvær umfangsmiklar markaðsrannsóknir á styrktartímabilinu.

IceMedico er félag byggt á hugverkaréttindum, með HAp+ vörumerkið í farabroddi. Virkni HAp+ vörunnar, súr en ekki glerungseyðandi, er klínískt prófuð, vísindalega sönnuð og einkaleyfisvernduð á heimsvísu. Vegna undirstöðu félagsins eru markaðstækifærin fyrst og fremst tvíþætt: (1) eigin sala og markaðssetning og (2) licensering.

Helstu markmið verkefnisins voru  (1) framleiðslumál og alþjóðleg markaðssetning, (2) undirbúningsvinna við licenseringu í Bandaríkjunum og (3) markaðsrannsókn í Ástralíu, Bretlandi og Bandaríkjunum.

Heiti verkefnis: Alþjóða markaðsstefna og útfærsla hennar
Verkefnisstjóri: Þorbjörg Jensdóttir, IceMedico ehf.
Tegund styrks: Markaðsstyrkur
Fjöldi styrkára: 1
Fjárhæð styrks: 10 millj. kr.
Tilvísunarnúmer Rannís: 153542-0611

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Mikill lærdómur hefur hlotist af sölu og markaðssetningu HAp+ á heimamarkaði sem má yfirfæra á erlend verkefni félagsins, en netsala var fyrsta markvísa nálgun HAp+ á erlendan markað. Er það mat IceMedico að sala á netinu sé hagkvæm leið inn á annars mjög stóra og kostnaðarsama markaði. Þessi lærdómur ásamt markaðsrannsóknum, sem hafa verið unnar á erlendum mörkuðum, leggjast á eitt við að skýra þá sviðsmynd sem IceMedico speglar sig í við nálgun erlends markaðs.

Markaðsstyrkur Tækniþróunarsjóðs gaf IceMedico tækifæri til að vinna tvær umfangsmiklar markaðsrannsóknir á styrktartímabilinu sem heita á frummáli: (1) HAp+ Technology Dry Mouth Market Analysis; By Target Disease Area og (2) Defining a Marketing Strategy for HAp+ Oral Care Products (sjá viðhengi A og B).

Báðar rannsóknirnar skerpa á viðskiptaáætlun IceMedico og þeirri aðferðafræði sem er beitt við erlenda markaðssókn.

Ávinningur og árangur verkefnisins er sá að HAp+ sé staðsett rétt á markaði og að landsvæðin og sjúklingasamtökin sem umræðir raðist rétt á tíma- og verkefnalínuna sem unnið er eftir.

IceMedico þakkar fyrir veittan stuðning Tækniþróunarsjóðs Rannís.

Afrakstur verkefnisins:
Alþjóðlegar markaðsrannsóknir, heimasíður, vefsölur, samfélagsmiðlar og viðskiptaáætlun

  1. IP Pragmatics (March 2016): HAp+ Technology Dry Mouth Market Analysis; By Target Disease Area
  2. IP Pragmatics (September 2016): Defining a Marketing Strategy for HAp+ Oral Care Products
  3. www.happlus.is
  4. www.happlus.com
  5. www.facebook/happlus
  6. Viðskiptaáætlun IceMedico desember 2016









Þetta vefsvæði byggir á Eplica