Angling iQ - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjórans

27.6.2017

Angling iQ gerir veiðimönnum auðvelt fyrir að halda utan um sína eigin veiðidagbók og fylgjast með öðrum veiðimönnum og vatnasvæðum.

Angling iQ er íslenskt hugvit, sértækur samfélagsmiðill hannaður með þarfir stangveiðimanna að leiðarljósi. Angling iQ fór fyrst á markað á haustmánuðum 2015 og síðan þá hefur appið tekið miklum breytingum sem og að notendafjöldi okkar hefur aukist mikið.

Heiti verkefnis: Angling iQ
Verkefnisstjóri: Ólafur Ragnar Garðarsson, Angling iQ ehf.
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrkár: 2015-2016
Fjárhæð styrks: 29,996 millj. kr. alls

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Angling iQ gerir veiðimönnum auðvelt fyrir að halda utan um sína eigin veiðidagbók sem og fylgjast með öðrum veiðimönnum og vatnasvæðum. Hægt er að vista fiska með nytsamlegum upplýsingum eins og lengd, þyngd, tegund fisks, beitu/flugu og vatnasvæði.

Í raun bíður Angling iQ uppá veiðibók eins og við Íslendingar þekkjum fyrir flest öll veiðisvæði á landinu þannig að það hægt er að fylgjast með veiði í tilteknu veiðisvæði í rauntíma.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica