Betri svefn – Markaðssetning svefnmeðferðar á netinu fyrir Noregsmarkað - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

9.11.2016

Nú er Betri svefn komið á markað í Noregi og búið er að undirbúa markaðssókn haustið 2016 með samstarfsaðila í Danmörku.

Betri svefn á markað í Skandinavíu. Staðan eftir fyrsta legg útrásar með markaðsstyrk frá Tækniþróunarsjóði.
Unnið var að því að finna samstarfsaðila að verkefninu með ítök í norska heilbrigðiskerfinu til að dreifa verkefninu og kynna það. Gert var samstarf við svefnsérfræðinga frá Oslo Søvnsenter um að vera andlit verkefnisins. Dreifing hófst því í gegnum net þeirra og fór sala í Noregi af stað undir nafninu Somnify.no. Við þennan áfanga ákváðum við að víkka út verkefnið til að taka einnig til Danmerkur og var hluti styrksins því nýttur til að hefja markaðssókn til Danmerkur. Betri svefn er þar nú komið í samstarf við ScanSleep í Danmörku og stefnt á að fara á markað þar undir nafninu Somnify.dk haustið 2016.

Heiti verkefnis: Betri svefn – Markaðssetning svefnmeðferðar á netinu fyrir Noregsmarkað
Verkefnisstjóri: Gunnar Jóhannsson, Mobile Health ehf.
Tegund styrks: Markaðsstyrkur
Styrkár: 2015
Fjárhæð styrks: 10 millj. kr.
Tilvísunarnúmer Rannís: 152882-061

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Á tímabilinu var farið í tvær ráðstefnuferðir til þess að kynna vöruna og leita að hugsanlegum samstarfsaðilum. Útbúið var nýtt kynningarefni til dreifingar á þessum ráðstefnum og unnin þarfagreining á væntanlegum samstarfsaðilum. Unnið var að viðbótum í sölumálum með því að bæta notendaviðmót og þjónustustuðning. Einnig var vefmarkaðsefni þýtt yfir á dönsku og sett upp fyrir dönskumælandi markað.

Ávinningur verkefnisins er að nú er Betri svefn komið á markað í Noregi og er búið að undirbúa markaðssókn haustið 2016 með samstarfsaðila í Danmörku. Árangur í undirbúningi fyrir þessa markaði mun nýtast til frekari útvíkkunar verkefnisins.

Listi yfir afrakstur verkefnisins

  • Kynning á ráðstefnum í London og Istanbúl
  • Markaðsherferð í Noregi
  • Nýir samstarfsaðilar: Danmörk
  • Undirbúningur fyrir sókn á Danmerkurmarkað

Þetta vefsvæði byggir á Eplica