Bólguhemjandi efni unnin úr lífmassa Bláa Lónsins - verkefnislok

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

12.9.2017

Fjölsykrur í Bláa Lóninu taka hugsanlega þátt í þeim jákvæðu áhrifum sem böðun í Bláa Lóninu hefur á sórasjúklinga.

Rannsóknir hafa sýnt að böðun í Bláa Lóninu ásamt hefðbundinni ljósameðferð dregur betur úr skellum sórasjúklinga en hefðbundin ljósameðferð ein og sér. Ekki er vitað hvað það er við böðunina sem veldur þessum aukna bata.

Í þessu verkefni voru hugsanleg bólguhamlandi áhrif utanfrumufjölsykra sem seytt er af annarri af aðallífverum Bláa Lónsins rannsökuð til að kanna þann möguleika að þær eigi hlutdeild í þeim bata sem sést við böðun í lóninu.

Heiti verkefnis: Bólguhemjandi efni unnin úr lífmassa Bláa Lónsins
Verkefnisstjóri: Jóna Freysdóttir, Bláa Lóninu
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrkár: 2014-2016
Fjárhæð styrks: 29,96 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 120878061

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Niðurstöður verkefnisins leiddu í ljós að fjölsykrurnar beindu svari ónæmisfrumna frá vefjaskemmandi bólgusvari í bólguhamlandi svar og að áhrif þeirra voru í gegnum SYK/ZAP70 boðleiðirnar.

Fjölsykrur í Bláa Lóninu taka því hugsanlega þátt í þeim jákvæðu áhrifum sem böðun í Bláa Lóninu hefur á sórasjúklinga.

Niðurstöður rannsóknarinnar verða nýttar við frekari vöruþróun hjá Bláa Lóninu. 

Afrakstur verkefnisins er ein birt vísindagrein og tvö handrit af vísindagreinum, tvær meistararitgerðir og fjöldi kynninga á innlendum og erlendum ráðstefnum. Auk þess verða niðurstöðurnar uppistaðan í doktorsritgerð. 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica