BONAFIDE - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjórans

13.1.2017

BONAFIDE-upplýsingagrunnurinn og tengt smáforrit fyrir snjalltæki miðla upplýsingum um vörur, framleiðsluhætti og væntingar neytenda.

Íslenska sprota- og hugvitsfyrirtækið iMonIT ehf. hefur gefið út snjallforritið (e.app) BONAFIDE, en það miðar að því að miðla gegnsæjum vöru- og framleiðsluupplýsingum milli aðila í virðiskeðjum matvæla. BONAFIDE-upplýsingagrunnurinn og tengt smáforrit fyrir snjalltæki (App) miðla upplýsingum um vörur, framleiðsluhætti og væntingar neytenda.

Heiti verkefnis: BONAFIDE
Verkefnisstjóri: Sigurður G. Bogason, MarkMar ehf.
Tegund styrks: Eurostars – verkefnisstyrkur
Styrkár: 2013-2016
Fjárhæð styrks: 44,079 millj. kr.
Tilvísunarnúmer Rannís: 13-1315

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI OG EUROSTARS-ÁÆTLUNINNI.

Kerfið auðveldar neytendum að taka upplýstar ákvarðanir og skipuleggja innkaup sín og gerir framleiðendum, innflytjendum og söluaðilum kleift að setja inn upplýsingar um sínar vörur.  Appið leyfir notendum að útbúa prófíl sem heldur utan um neysluvenjur, vöruval og kröfur sem þeir setja við kaup á vöru. Þetta geta verið t.d. næringarefni, ofnæmisvaldandi efni, GMO free (inniheldur ekki erfðabreytt matvæli), upprunaland, vottun um góða framleiðsluhætti, bestu tækni og/eða umhverfisvæna framleiðslu. Neytendur geta gefið vörum einkunn og ummæli sem eiga að hvetja aðila til að standa vel að sinni framleiðslu og dreifingu.

Framleiðendur matvæla geta miðlað ítarlegri upplýsingum um sína framleiðslu til neytenda, vottanir og um skyldumerkingar á umbúðum og allar viðbótaupplýsingar, sem getur veitt vörum betra traust á markaði. Nýjar reglugerðir um skyldumerkingar matvæla hafa óneitanlega áhrif á fyrirtæki í dag og BONAFIDE-kerfið skapar rafrænan grundvöll fyrir frekari birtingu skyldumerkinga og viðbótarupplýsinga og skilar henni svo með einföldum og skilvirkum hætti til neytandans. Þessar upplýsingar eru vistaðar í gagnaskýi þar sem einkvæm tenging er við strikamerki vöru. Appið er nú til staðar sem fyrsta frumgerð til frekari þróunar í samstarfi við framleiðendur, dreifingaraðila, smásöluaðila, hagsmunasamtök og opinbera eftirlitsaðila er saman geta eflt traust á góðum framleiðsluháttum á Íslandi. Er þess vænst að neytendur og samtök þeirra kalli eftir fullgerðri BONAFIDE-lausn í samstarfi aðila á markaði, svo traust og gegnsæi á markaði verði til fyrirmyndar á Íslandi.

Afrakstur verkefnisins

Þau fylgigögn sem best lýsa afrakstri verkefnisins eru tæknilegar afurðir verkefnisins, sem má finna á eftirtöldum slóðum:

1.     Vefsíðan fyrir BONAFIDE: http://imonit.eu/#/home
2.     Download fyrir BONAFIDE app ( iMonIT ehf í samstarfi við ASSIST Software SRL):
               a.  Android  https://play.google.com/store/apps/details?id=ro.assist.bonafide&hl=en
               b.  IOS          https://itunes.apple.com/is/app/bonafide-cart/id965213564?mt=8
3.     Web-based dashboard demo:  http://imonit.eu/#/signin

Þetta vefsvæði byggir á Eplica