Crowbar próteinstykki - verkefnislok

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

10.11.2015

Skordýrastykkið Jungle Bar er frábær kostur fyrir þá sem vilja minnka umhverfisspor sín en notkun skordýra, miðað við notkun annarra dýra, í matvæli er mjög umhverfisvænn kostur, sérstaklega þegar litið er til sjálfbærrar notkunar fóðurs, vatns og lands við ræktunina.

Fyrirtækið Crowbar Protein var stofnað í maí 2014 en það framleiðir matvæli sem innihalda skordýr. Crowbar Protein er eitt af fyrstu fyrirtækjunum í hinum vestræna heimi sem nýtir skordýr í matvæli, en það notast við þennan óhefðbundna matvælakost vegna þess að skordýr bragðast vel, eru næringarrík og umhverfisvæn í framleiðslu. Undanfarna mánuði hefur fyrirtækið, sem fékk frumherjastyrk frá Tækniþróunarsjóði fyrr á árinu, þróað fyrstu vöru sína; orkustykkið Jungle Bar en fyrsta framleiðsla á henni klárast seinna í mánuðinum. 

Heiti verkefnis: Crowbar Proteinstykki
Verkefnisstjóri: Stefán Atli Thoroddsen, BSF Productions ehf.
Tegund styrks: Frumherjastyrkur
Styrkár: 2014
Fjárhæð styrks: 7 millj. kr.
Tilvísunarnúmer Rannís: 142678-061

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Jungle Bar er bragðgott og næringarríkt orkustykki sem hentar vel fyrir fólk sem þarf á aukaorku að halda milli þess sem það hoppar inná næsta fund, tekur pásu á toppi Helgafells eða sveiflar sér milli trjánna í frumskóginum. Orkustykkið Jungle Bar er búið til með frábærum innihaldsefnum á borð við ávexti, súkkulaði og krybbuhveiti, sem er skordýrahráefnið í stykkinu, en stykkið er laust við hnetur, mjólkur-, soja-, og glúteinvörur.

Jungle Bar er einnig frábær kostur fyrir þá sem vilja minnka umhverfisspor sín en notkun skordýra, miðað við notkun annarra dýra, í matvæli er mjög umhverfisvænn kostur, sérstaklega þegar litið er til sjálfbærrar notkunar fóðurs, vatns og lands við ræktunina.

Í áratugi hefur okkur verið sagt að í framtíðinni munum við keyra um á fljúgandi bílum, munda geislasverð og stunda skordýraát. Markmið Crowbar Protein er að koma Íslendingum og hinum vestræna heimi í heild sinni, nær þessari framtíð. Crowbar Protein biður fólk um að æsa sig ekki; skordýrin eru meinholl, bragðgóð og næringarrík. Enginn verður neyddur til þess að leggja skordýrin sér til munns en nóg verður til af Jungle Bar fyrir alla þá sem þora að smakka.

Afrakstur verkefnisins:

  • Vöruþróun á orkustykkinu Jungle Bar
  • Könnun á tæknilegum eiginleikum vörunnar (næringargildi og söluhæfi)
  • Tilraunasala á vörunni í gegnum hópfjármögnunarvefinn Kickstarter

 

 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica