Datasmoothie, hraðari og auðveldari gagnagreining í skýinu - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

2.11.2017

Verkefnisstyrkur frá Tækniþróunarsjóði gerði fyrirtækinu Datasmoothie kleift að þróa hugbúnað sem vann til virtustu nýsköpunarverðlauna Bretlands sem veitt eru á sviði markaðsrannókna.

Gögn sem segja sögur

Verkefninu “Datasmoothie, Hraðari og auðveldari gagnagreining í skýinu” er nú lokið en fyrirtækið hlaut verkefnastyrk frá Tækniþróunarsjóði til tveggja ára. Datasmoothie hlaut styrkinn árið 2015 með það að markmiði að útbúa lausn sem gerir notendum kleift greina gögn með með einföldum hætti með því að nota reiknigetu tölvuskýja. Þar að auki gerir Datasmoothie notendum kleift, óháð tæknigetu, að setja fram gagnvirkar greiningar og skýrslur á vefnum með mun fljótlegri hætti en áður þekktist. Skýrsla sem gæti tekið samkeppnisaðila margar klukkustundir að útbúa getur verið tilbúin á nokkrum mínútum með Datasmoothie.

Heiti verkefnis: Datasmoothie, hraðari og auðveldari gagnagreining í skýinu
Verkefnisstjóri: Agnar Sigmarsson, Datasmoothie ehf.
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrkár: 2015-2016
Fjárhæð styrks: 30 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 153521061

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Þegar orðspor Datasmoothie fór að spyrjast út í Bretlandi var lausnin tilnefnd til verðlauna í flokki "Technical innovation" hjá félagi markaðsrannsóknarfyrirtækja eða "Market Research Society." Datasmoothie var kynnt fyrir dómnefndinni sem sagði "Datasmoothie hefur þróað ferska og sveigjanlega lausn til þess að birta lifandi skýrslur í tölvum og símum. Við vorum hrifin af því hve framtíðarsýn þeirra er skýr og hversu vönduð varan er hvað verðar hreinleika hönnunarinnar." Það að Datasmoothie hafi unnið þessi verðlaun kom mörgum í bransanum á óvart, því oftast eru þetta sömu aðilarnir, sem hafa tugi starfsmanna í vinnu við nýsköpun, sem vinna verðlaunin.

Geir Freysson, framkvæmdastjóri Datasmoothie, segir verðlaunin vera mikinn feng fyrir fyrirtækið. „Það er gríðarlega mikilvægt að fá svona viðurkenningu á stærstu verðlaunaafhendingu þessa iðnaðar hérna í Bretlandi. Margar dyr hafa opnast fyrir okkur hérna í Englandi og víðar í Evrópu eftir að við fengum þessi verðlaun. Það gleður okkur mjög að markaðurinn sem við viljum höfða til taki hugmyndum okkar svona vel.“ 

Myndbönd:

Einföld greining gagna
Gagnvirk skýrsla á nokkrum mínútum

Skýrslur

Billionaire, reveal thyself
US election
Social networks and relationships
Will robots steal my job?
Fiskurinn í sjónum
Mælaborð ferðaþjónustunnar
Sölustjórnborð









Þetta vefsvæði byggir á Eplica