Dohop Go – Nýstárleg leið til þess að skipuleggja og bóka næstu utanlandsferð - verkefnislok
Fréttatilkynning verkefnisstjóra.
Íslenska flugleitarvélin Dohop ehf. kynnir Dohop Go, nýjan vef og app fyrir iOS og Android-snjallsíma.
Íslenska flugleitarvélin Dohop ehf. kynnir Dohop Go, nýjan vef
og app fyrir iOS og Android-snjallsíma þar sem notendur geta flett í gegnum
vænlega áfangastaði og fundið innblástur fyrir næstu utanlandsferð. Dohop Go er
listi yfir alla þá áfangastaði sem notendur Dohop hafa fundið nýlega, raðaður
eftir verði. Notendur geta flett í gegnum þennan lista til þess að finna nýja
áfangastaði á góðu verði, takmarkað hann við ákveðin tímabil, ákveðna vikudaga
og tímalengd ferðar. Á sama stað má finna lista yfir bestu hótelin á hverjum
stað og þannig má fá gott yfirlit bæði um hvað kostar að komast á staðinn og
sömuleiðis hvað kostar að gista þar.
Heiti verkefnis: Dohop
Go – Nýstárleg leið til þess að skipuleggja og bóka næstu utanlandsferð
Verkefnisstjóri: Kristján Guðni Bjarnason
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrkár: 2014
Fjárhæð styrks: 12,5 millj. kr.
Tilvísunarnúmer Rannís: 142685-061
VERKEFNIÐ VAR STYRKT
AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.
Dohop Go nýtir allra nýjustu tækni og er einn af fyrstu vefjum sinnar tegundar í heiminum sem nýtir React, en þar er um að ræða JavaScript library frá Facebook. Þetta gerir það að verkum að mun auðveldara er að smíða öpp fyrir snjallsíma byggð á vefnum með notkun React Native.
Dohop Go-verkefnið er unnið í samstarfi við Tækniþróunarsjóð, vefinn má finna á dohop.is/go og öppin eru aðgengileg í Play Store fyrir Android og App Store fyrir iOS.
Afrakstur:
Ferðavefurinn Dohop Go: www.dohop.is/go
Dohop Flights appið fyrir iOS og Android.