Einhyrningurinn - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

16.10.2017

Einhyrningurinn er hugbúnaður sem auðveldar umsjón og eftirlit með upplýsingakerfum og öðrum kerfum þar sem tölvubúnaður kemur við sögu.

Einhyrningurinn er hugbúnaður sem auðveldar umsjón og eftirlit með upplýsingakerfum og öðrum kerfum þar sem tölvubúnaður kemur við sögu.
Í kerfinu er sjálfvirk og reglubundin skjölun þess vél- og hugbúnaðar sem það fylgist með. Þannig fæst yfirsýn og saga sem hægt er að nota við greiningu frávika og áætlunargerð vegna fjárfestinga í upplýsingatækni.

Heiti verkefnis: Einhyrningurinn
Verkefnisstjóri: Guðmundur Jósepsson, Miracle ehf.
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrkár: 2015-2016
Fjárhæð styrks: 30 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 153037061

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Með kerfinu er hægt að gera breytingar á stillingum miðlægt sem sparar mikinn tíma við umsjón og eftirlit. Það einfaldar uppfærslu hugbúnaðar þar sem honum er komið fyrir miðlægt og síðan dreift á rétta staði. Miðlæg söfnun gagna um ástand upplýsingakerfa og þróun þess sýnir hvar úrbóta er þörf og veitir skýran fókus við ákvarðanatöku um úrbótaverkefni. Söguleg gögn auðvelda og einfalda greiningu frávika þar sem stöðluð viðbrögð eru skilgreind við endurteknum uppákomum.

Kerfið er selt sem þjónusta í skýinu (Software as a Service) og uppi eru áform um að selja það stærri fyrirtækjum til notkunar innanhúss.

Afrakstur verkefnisins:
Hugbúnaður til að hafa umsjón með upplýsingakerfum. (miracle.is/mirmon)









Þetta vefsvæði byggir á Eplica