exMon Cloud - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjórans

1.3.2017

exMon-hugbúnaðinn er hægt að nýta á mörgum sviðum innan fyrirtækja, hvort sem það eru sölumál, birgðahald eða sviksemi.

Expectus Software hefur undanfarin 7 ár hjálpað fyrirtækjum að ná tökum á tekjuleka og rekstraráhættu með exMon-hugbúnaðinum. exMon er hægt að nýta á mörgum sviðum innan fyrirtækja, hvort sem það eru sölumál, birgðahald eða sviksemi og í dag eru viðskiptavinir yfir 40 talsins í öllum geirum.

Heiti verkefnis: exMon Cloud
Verkefnisstjóri: Anna Björk Bjarnadóttir, Expectus Software ehf.
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrkár: 2015
Fjárhæð styrks: 10,49 millj. kr.
Tilvísunarnúmer Rannís: 153469-061

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Með exMon Online gefst minni fyrirtækjum tækifæri á að nýta alla þá möguleika sem exMon hefur að bjóða en geta gert það á hagkvæman hátt með því að leigja þjónustuna í skýinu. Fyrirtækið sér mikil tækifæri til vaxtar á þessum sviðum hvort sem litið er til innanlands eða utan landsteinanna.

Afrakstur

Viðskiptavinir exMon Online fá aðgang að læstu svæði á vefnum.
Næstu skref Expectus Software er að búa til markaðsefni á vefnum. 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica