Fórnarfóðring fyrir háhita jarðhitaborholur – verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

21.4.2020

Markmið verkefnisins var framkvæma rannsóknar og þróunarvinnu á frumhönnun fórnarfóðringar sem getur varið stálfóðringarnar í jarðhitaborholum gegn tæringu og álagi vegna varmaþensluáhrifa svo að styrkur borholufóðringa minnki ekki. 

Undanfarin ár hefur verið aukinn áhugi á að bora dýpri jarðhitaborholur til að afla meira orku sem þýðir hærra hitastig og þrýstingur og tærandi umhverfi. Þetta leiðir til tæringaráraunar og varmaþenslu og samdráttar sem getur leitt til brots á fóðringum. Markmið verkefnisins var framkvæma rannsóknar og þróunarvinnu á frumhönnun fórnarfóðringar sem getur varið stálfóðringarnar í jarðhitaborholum gegn tæringu og álagi vegna varmaþensluáhrifa svo að styrkur borholufóðringa minnki ekki.

Árangur og helsti afrakstur verkefnisins:

  • Uppsetning á tölvuvæddu varma og spennulíkani af háhitaborholu með og án fórnarfóðringar (Tölvulíkan I).
  • Líkanagreining á áhrifum fórnarfóðringarinnar á spennudreifingu, tognun og hitaálagi í fóðringum háhitaborhola vegna spennuhækkana í borholufóðringum við kælingu og upphitun.
  • Mælingar á efniseiginleikum á völdum efnum og efnisval fyrir alla hluta fórnarfóðringarinnar.
  • Líkanagreining og hönnun á festingum fórnarfóðringu við framleiðslufóðringu (Tölvulíkan II).
  • Líkanagreining á tengingum fórnarfóðringunnar (Tölvulíkan III).
  • Greining á tæringar- og hitaþoli valinna efna eftir efnisprófanir í jarðhitaumhverfi.
  • Frumhönnun fórnarfóðringar liggur fyrir.

Með fórnarfóðringunni væri hægt að auka líftíma jarðhitaborhola og spara Íslenskum orkufyrirtækjum mikinn viðhaldkostnað og kostnað vegna gerðar nýrra borhola. Núverandi lausnir á markaði eru ekki hæfar til að standast hátt hitastig og tærandi jarðhitaumhverfi jarðhitaborhola.

Heiti verkefnis: Fórnarfóðring fyrir háhita jarðhitaborholur
Verkefnisstjóri: Sigrún Nanna Karlsdóttir
Styrkþegi: Gerosion
Tegund styrks: Sproti
Fjöldi styrkára: 2
Fjárhæð styrks: 19,731 millj. kr. alls

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica