Fórnarfóðring fyrir jarðhitaborholur - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

15.11.2017

Með fórnarfóðringunni væri hægt að auka líftíma borhola og spara íslenskum orkufyrirtækjum mikinn viðhaldskostnað og kostnað vegna gerðar nýrra borhola. 

Undanfarin ár hefur verið aukinn áhugi á að bora dýpri jarðhitaborholur til að afla meira orku sem þýðir hærra hitastig og hærri þrýstingur og meira tærandi umhverfi. Þetta leiðir til aukinnar tæringaráraunar og varmaþenslu og samdráttar sem getur leitt til brots á fóðringum. Markmið verkefnisins var að leggja grunn að hönnun fórnarfóðringar sem getur varið stálfóðringarnar í jarðhitaborholum gegn tæringu og álagi vegna varmaþensluáhrifa svo að styrkur borholufóðringanna minnki ekki. Með fórnarfóðringunni væri hægt að auka líftíma borhola og spara íslenskum orkufyrirtækjum mikinn viðhaldskostnað og kostnað vegna gerðar nýrra borhola. Núverandi lausnir á markaði eru ekki hæfar til að standast hátt hitastig og tærandi jarðhitaumhverfi jarðhitaborhola. 

Heiti verkefnis: Fórnarfóðring fyrir jarðhitaborholur
Verkefnisstjóri: Sigrún N. Karlsdóttir, Gerosion ehf.
Tegund styrks: Frumherjastyrkur
Styrkár: 2015-2016
Fjárhæð styrks: 14 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 152946061

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Hér fyrir neðan er greint frá árangri og helsta afrakstri verkefnisins:

  • Uppsetning á tölvuvæddu varma og spennulíkani af háhitaborholu með og án fórnarfóðringar
  • Líkanagreining á áhrifum fórnarfóðringarinnar á spennudreifingu, tognun og hitaálagi í fóðringum háhitaborhola vegna spennuhækkana í borholufóðringum við kælingu og upphitun
  • Tillögur af efnisvali fyrir alla hluta fórnarfóðringarinnar, þ.e. fyrir innra tæringarþolið lag, miðju grunn styrktarlag, og ytra hitaeinangrandi lag
  • Prófanir á vænlegum hitaþolnum einangrandi efnum fyrir ytra lag
  • Greining á mögulegri hönnun á tengingum (múffum) og festingum fyrir fórnarfóðringuna
  • Undirbúningsvinna fyrir frumhönnun af fórnarfóðringu

Technical Reports:

Deliverable D1.1: Literature review - A compilation of various solutions and related patents
Deliverable D2.1: Thermal Stress and Strain Modeling - Final Technical Report
Deliverable D3.1: Material Selection - Final Technical Report
Deliverable D4.1: Sacrificial Casing Connections and Material Testing
Deliverable D5.1: Prelimanary Design of Sacrificial Casing „Fórnarfóðring“

Þetta vefsvæði byggir á Eplica