GolfPro Assistant – heildarlausn fyrir golfkennara og nemendur þeirra - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

18.8.2017

Í verkefninu fór fram ítarleg greining á markaðstækifærum GolfPro Assistant. Jafnframt var mikil vinna sett í að styrkja tengslanet fyrirtækisins og koma á samstarfi við lykilaðila á mikilvægustu mörkuðum félagsins. Sóttar voru vörukynningar sem og ráðstefnur til að kynna lausnir fyrirtækisins.

Með hjálp markaðsstyrks frá Tækniþróunarsjóði hefur farið fram ítarleg greining á markaðstækifærum GolfPro Assistant. Jafnframt hefur mikil vinna verið sett í að styrkja tengslanet fyrirtækisins og koma á samstarfi við lykilaðila á mikilvægustu mörkuðum félagsins. Sóttar voru vörukynningar sem og ráðstefnur til að kynna lausnir fyrirtækisins.

Heiti verkefnis: Markaðsstyrkur - GolfPro Assistant – heildarlausn fyrir golfkennara og nemendur þeirra
Verkefnisstjóri: Daði Janusson, 1337 ehf.
Tegund styrks: Markaðsstyrkur
Fjöldi styrkára: 1
Fjárhæð styrks: 10 millj. kr.
Tilvísunarnúmer Rannís: 153351061

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Markaðsvinnan; rannsóknir, greining og aðgerðir hafa lagt grunn að stefnu fyrirtækisins í náinni framtíð og á henni mun frekari markaðssókn grundvallast.

GolfPro Asisstant (GPA) er fyrsta hugbúnaðarlausnin sem bindur saman alla þætti golfkennslunnar. Í fyrsta lagi er GPA skipulagningar- og umsýslutól fyrir golfkennara, hannað til að einfalda og betrumbæta þeirra rekstur. Jafnframt einfaldar GPA öll samskipti og eftirfylgni kennara við nemendur með því að gera kennurum kleift að senda nemendum æfingar, verkefni og próf á milli kennslutíma. GPA er einnig vettvangur fyrir nemendur til að finna og bóka tíma hjá kennara.

Jafnframt býður GPA upp á aukna tekjumöguleika fyrir golfkennara sem geta nýtt sér fjarkennsluhluta hugbúnaðarins og þannig boðið nemendum sínum nýja og aukna þjónustu.

Næstu skref félagsins eru að halda áfram þróun á hugbúnaðinum í takt við þarfir notenda og tryggja fjárhagslegan grundvöll þess.

Tækniþróunarsjóði er þakkað árangursríkt samstarf á verktímabilinu.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica