Gracipe – myndræn framsetning uppskrifta - lok verkefnis

3.4.2017

Lausn Gracipe felst í því að birta uppskriftir með myndtáknum í eins konar flæðiriti. Þessi aðferð hjálpar notendum að fá yfirsýn og flýtir fyrir móttöku upplýsinga. 

Verkefninu Gracipe - Myndræn framsetning uppskrifta er nú lokið. Í verkefninu var lögð áhersla á það að besta upplýsingaflæði til notenda mataruppskrifta með því að umbylta framsetningu og miðlun uppskriftanna.

Heiti verkefnis: Gracipe – myndræn framsetning uppskrifta
Verkefnisstjóri: Marinó Páll Valdimarsson, Skildingasölum ehf.
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Veittur styrkur: 15 millj. kr.
Tilvísunarnúmer Rannís. 153539061

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Mataruppskriftir hafa verið settar fram á sama hátt allt frá því að fólk fór að skrásetja uppskriftir. Uppskriftirnar hafa verið settar fram á texta, lista eða myndaformi. Með öðrum orðum notfærir hin hefðbundna mataruppskrift sér engar leiðir til þess að miðla upplýsingum á skilvirkan hátt sem hentar notendum þeirra. Lausn Gracipe felst í því að birta uppskriftina með myndtáknum í einskonar flæðiriti. Þessi aðferð hjálpar notendum að fá yfirsýn og flýtir fyrir móttöku upplýsinga. Að auki getur hver sem er búið til sína eigin myndrænu uppskrift. Notandinn getur á sjálfvirkan hátt yfirfært skrifaða uppskrift yfir á myndrænt form eða gert nýja frá grunni. Þar að auki geta uppskriftahöfundar límt inn myndrænar uppskriftir inn á vefsíður sínar. Á þennan hátt geta matarbloggarar birt bæði hefðbundna og myndræna framsetningu mataruppskrifta. Báðar þessar útfærslur eru aðgengilegar á vefsvæðinu www.gracipe.com.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica