Hágæða kísilafurðir úr affallsvatni frá jarðvarmavirkjunum - verkefnislok

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

6.11.2015

Fyrsta vara GeoSilica, kísilsteinefni í 300 ml flöskum, fæst núna á yfir 80 útsölustöðum um allt land, í apótekum og heilsuverslunum.

 Haustið 2012 hlaut GeoSilica verkefnastyrk Tækniþróunarsjóðs til þriggja ára fyrir verkefnið „Hágæða kísilafurðir úr affallsvatni jarðvarmavirkjana“. Markmið verkefnisins var vöruþróun og markaðssetning á kísilfæðubótarefni í formi svifvökva sem unnið er úr skiljuvatni Hellisheiðarvirkjunar ásamt þróun á þeim tæknilegu lausnum sem þarf fyrir skilvirka framleiðslu á vörunni.

Heiti verkefnis: Hágæða kísilafurðir úr affallsvatni frá jarðvarmavirkjunum
Verkefnisstjóri: Fida Abu Libdeh, GeoSilica Iceland ehf.
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrkár: 2012-2014
Fjárhæð styrks: 30 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 121550-061

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Nú að þremur árum liðnum er ánægjulegt að geta greint frá því að öll markmið verkefnisins hafi náðst og þá sérstaklega hvað varðar tæknina sem fyrirtækið er núna að nota við framleiðsluna og byggir á örsíun. Tæknin sem fyrirtækið hefur nú tekið í notkun hefur miklu meiri afköst en sú tækni sem lagt var upp með og er einnig mun ódýrari og betri að öllu leyti. Fyrsta vara GeoSilica, kísilsteinefni í 300 ml flöskum, fæst núna á yfir 80 útsölustöðum um allt land, í apótekum og heilsuverslunum. GeoSilica hefur þegar hafið vöruþróun á nýjum vörum byggðum á kísli og vonast til að vera komin með heila vörulínu innan tveggja ára. Stefnt er á sölu á erlendum mörkuðum innan þriggja ára.

Afrakstur verkefnisins

  • Tækni byggð á örsíun sem hentar einstaklega vel fyrir framleiðslu á mjög hreinu kísilþykkni
  • Vöruþróun á fyrstu vöru fyrirtækisins er lokið og hún komin í sölu um land allt.
  • Sérþekking á meðhöndlun jarðhitakísils, styrking hans í skiljuvatni og hreinsun ásamt stjórnun á kornastærð








Þetta vefsvæði byggir á Eplica