Hagræðing heilbrigðisþjónustu með einstaklingsbundnu áhættumati - verkefnislok

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

18.9.2015

Gerður hefur verið hugbúnaður sem mælir áhættu á augnsjúkdómi í sykursýki og stýrir tíðni eftirlits samkvæmt því.

Klasasamstarfsverkefnið hófst í byrjun árs 2012 og stendur enn við skil á lokaskýrslu til Rannís. Markmið með þessu verkefni er að hagræða í heilbrigðisþjónustu með því að nota einstaklingsbundið áhættumat til að stýra eftirlitstíðni í langvinnum sjúkdómum. Við höfum gert hugbúnað sem mælir áhættu á augnsjúkdómi í sykursýki og stýrir tíðni eftirlits samkvæmt því. Þannig má fækka augnskoðunum um 58% án gæðaskerðingar.

Heiti verkefnis: Hagræðing heilbrigðisþjónustu með einstaklingsbundnu áhættumati
Verkefnisstjóri: Ólafur Pálsson, Risk ehf.
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur í markáætlun um betri lausnir fyrir minna fé
Styrkár: 3 ár á árunum 2011-2014
Fjárhæð styrks: 30 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 110751-061

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Markmiðin með þessu verkefni eru í raun tvö.

  • Í fyrsta lagi að koma hugbúnaðinum fyrir augnsjúkdóma í sykursýki í fulla notkun í íslensku heilbrigðiskerfi og þar með ná fram sparnaði upp á 31 milljón kr. á ári
  • Í öðru lagi höfum við hafið þróunarvinnu við að smíða sambærilegan hugbúnað sem metur áhættu og stýrir eftirliti sjúklinga með háan blóðþrýsting. Með innleiðingu á slíkum búnaði á Íslandi munum við geta sparað 90 milljónir á ári. Sparnaður á Íslandi gæti orðið 90 milljón kr. á ári.

Heildarsparnaður af þessum tveimur vörum mun nema 121 milljón kr. á ári.

Samstarfsaðilar að þessu verkefni eru:

  1. Risk Medical Solutions
  2. Hjartavernd
  3. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
  4. Landspítali 

Ólafur Pálsson, framkvæmdastjóri
ph: 00 354 8617310
www.risk.is
www.retinarisk.com

Afrakstur verkefnisins

Ítarlega skýrslu um verkefnið í heild sinni: Reiknivél fyrir einstaklingsmiðaða tíðni endurkoma vegna háþrýstings

  • Framkvæmdalýsingu á reiknivél fyrir endurkomu í eftirliti vegna blóðþrýstings.
  • Powerpoint kynningu á verkefninu sjálfu. Rannís er heimilað að nota þá kynningu að vild.
  • Powerpoint kynning á tölfræðilegri nálgun verkefnisins.
  • Til að prófa reikninn má fara á : www.hvammur.risk.is og www.solvangur.risk.is.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica