INTRAZ Mælingar og greining á ferli neytenda í verslunarrýmum Kauphegðun

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

25.10.2018

Intraz ehf. er fyrirtæki sem hefur undanfarin fjögur ár verið að þróa vöru sem greinir neytendahegðun í verslunum. Verkefnið hófst árið 2013 eftir að fyrirtækið hlaut styrk úr Tækniþróunarsjóði. Lausn Intraz samanstendur af hugbúnaði og vélbúnaði sem settur er upp hjá rekstraraðila verslunar.

Intraz ehf. er fyrirtæki sem hefur undanfarin 4 ár verið að þróa vöru sem greinir neytendahegðun í verslunum. Verkefnið hófst árið 2013 eftir að fyrirtækið hlaut styrk úr Tækniþróunarsjóði. Lausn Intraz samanstendur af hugbúnaði og vélbúnaði (IoT) sem settur er upp hjá rekstraraðila verslunar. Í samvinnu við Festi hf. setti fyrirtækið upp fyrstu lausnina í maí 2017. Kerfið var sett upp í verslun Krónunnar í Hafnarfirði. Nemar á stærð við krónu voru settir í um 100 búðarkerrur og skynjaranet lagt í loftagrind verslunarinnar. Fljótlega eftir uppsetningu fóru gögn að streyma inn sem sýndu hvernig neytendur ferðuðust um verslunina, hve hratt þeir fóru yfir, hvar þeir stöldruðu við og hve lengi afgreiðsla við búðarkassa tók.

Heiti verkefnis: INTRAZ. Mælingar og greining á ferli neytenda í verslunarrýmum. Kauphegðun.
Verkefnisstjóri: Axel V. Gunnlaugsson, Intraz ehf.
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Fjöldi styrkára: 3
Fjárhæð styrks: 37,5 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 131688

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Mælaborð Intraz vinnur úr gögnunum og birtir á myndrænan og virðisaukandi hátt fyrir rekstraraðila, en hægt er að skoða meðaldvalartíma í verslun, fjölda per svæði, þróun yfir tímabil og samanburð tímabila. Kerfið birtir mynd af versluninni þar sem lifandi gögn sýna staðsetningu hvers viðskiptavinar á hverri líðandi sekúndu.

 Kerfið er í stöðugri þróun. Þróun skynjarabúnaður IoT skilar sífellt meiri nákvæmni og hraðari úrvinnslu. Gagnamagnið sem safnast er gríðarlegt, en sem dæmi má nefna að á einu ári söfnuðust um 12 billjónir færslna sem segja margt um erilinn í versluninni frá morgni til kvölds, og hvernig veður, eða viðburðir breyta neytendahegðun.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica