Íslenskt einmalts viskí úr íslenskum hráefnum - verkefnislok

Fréttatilkynning verkefnisstjóra.

1.9.2016

Viskíið er úr íslensku vatni og lífrænt ræktuðu byggi sem er maltað og taðreykt.

Draumurinn um íslenskt viskí lifir góðu lífi í hugum stofnenda Þoran Distillery, sem, frá árinu 2013 hafa unnið markvisst að þróun og framleiðslu á viskíi úr íslensku hráefnum. “Í samvinnu við Matís og Rannís hefur okkur tekist að þróa bæði viskí og gin sem nýtir sér til fulls bragðáherslur úr íslenskri náttúru,” segir Birgir Már Sigurðsson, stofnandi Þoran Disitillery.

Heiti verkefnis: Íslenskt einmalts viskí úr íslenskum hráefnum
Verkefnisstjóri: Birgir Már Sigurðsson, Þoran Distillery ehf.
Tegund styrks: Frumherjastyrkur
Styrkár: 2014-2015
Fjárhæð styrks: 14 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 142333-061

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Viskíið er úr íslensku vatni og lífrænt ræktuðu byggi sem er maltað og taðreykt. Það er svo eimað með jarðvarma og að lokum sett í eikartunnur á látið þroskast í a.m.k. 3 ár. Í gininu er einnig notast við íslenskt vatn og villtar, íslenskar jurtir á borð við einiber, hvannarót, söl og rabarbara. Stefnt er á að fyrsta flaskan af Þoran Viskíi verði til sölu árið 2020, þá orðið 3 ára gamalt. Þoran Distillery býður gestum og gangandi að heimsækja fyrirtækið, þannig að þeir sem ekki geta beðið til ársins 2020 er velkomið að slá á þráðinn, kíkja í heimsókn og þiggja smakk. 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica