Jungle Bar: Markaðssókn skordýranna - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjórans.

31.1.2017

Í verkefninu var unnið að markaðsgreiningu, þróun og hönnun á markaðsefni sem nýtt var í margvíslegt kynningarstarf, ferðalög, undirbúning á markaðsátaki í vefsölu, sem og á völdum markaðssvæðum í Bandaríkjunum í smásölu og á netinu.

Í desember 2015 hlaut fyrirtækið BSF Productions (BSFP) markaðsstyrk frá Tækniþróunarsjóði, en styrkurinn var notaður til þess að hjálpa fyrirtækinu við markaðssetningu á fyrstu vöru fyrirtækisins, orkustykkinu Jungle Bar á erlendum mörkuðum.

Heiti verkefnis: Jungle Bar: Markaðssókn skordýranna
Verkefnisstjóri: Stefán Atli Thoroddsen, BSF Productions ehf.
Tegund styrks: Markaðsstyrkur
Styrkár: 2015
Fjárhæð styrks: 10 millj. kr.
Tilvísunarnúmer Rannís: 153541-061

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Markaðsstyrkurinn sem BSFP hlaut var notaður til þess að hjálpa fyrirtækinu til þess að markaðssetja vöru sína á erlendum mörkuðum, með áherslu á Bandaríkjamarkað. Fjármagnið nýtti fyrirtækið til markaðsgreiningar, þróunar og hönnunar á markaðsefni sem nýtt var í margvíslegt kynningarstarf, ferðalög, undirbúning á markaðsátaki í vefsölu, sem og á völdum markaðssvæðum í Bandaríkjunum í smásölu og á netinu.

BSFP fagnar verkefnislokunum en mikil ánægja ríkir innan fyrirtækisins varðandi þann árangur sem náðst hefur á árinu. Fyrirtækið vill einnig þakka Tækniþróunarsjóði fyrir gott samstarf á árinu sem er að líða en með markaðsstyrknum hefur BSFP byggt grunn til samstarfs við lykilfólk og -fyrirtæki sem hjálpa fyrirtækinu til markaðssetningar í Bandaríkjunum. 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica