KeyWe - Leikvöllur hugans - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

7.12.2017

KeyWe gerir kennurum kleift að búa til verkefni, leggja þau fyrir nemendur, leiðbeina nemendum og veita umsagnir um verkefni og frammistöðu. Þá gerir KeyWe kennurum einnig kleift að eiga samskipti við aðra kennara sem nota KeyWe, hvar sem er í heiminum.

Frumherjastyrkur frá Tækniþróunarsjóði gerði fyrirtækinu Rísóm kleift að þróa kennsluhugbúnaðinn KeyWe sem hefur eiginleika samfélagsmiðils, stílabókar og gagnageymslu. KeyWe gerir nemendum kleift að vinna að verkefnum, jafnt einstaklings- sem hópverkefnum, gerir þeim kleift að skila þeim til kennara, deila þeim með samnemendum, foreldrum og vinum. KeyWe gerir kennurum kleift að búa til verkefni, leggja þau fyrir nemendur, leiðbeina nemendum og veita umsagnir um verkefni og frammistöðu. Þá gerir KeyWe kennurum einnig kleift að eiga samskipti við aðra kennara sem nota KeyWe, hvar sem er í heiminum, deila með þeim sínum verkefnum, sækja sér innblástur til frekari og fjölbreyttari verkefnagerðar. Verkefnin geta verið uppbyggð með viðmið aðalnámsskrár í huga sem einfaldar stöðumat og eftirfylgni með nemendum, verður grunnur að einkunnagjöf og heildar frammistöðumati og veitir yfirsýn yfir framfarir á skemmri sem lengri tímabilum. Þá geta foreldrar og aðstandendur nemenda átt samskipti við barnið sitt og kennara þess, fylgst með framvindu námsins og gerð heimaverkefna á meðan því stendur.

Heiti verkefnis: KeyWe - Leikvöllur hugans
Verkefnisstjóri: Halldór Þorsteinsson, Rísóm ehf.
Tegund styrks: Frumherjastyrkur
Styrkár: 2015-2016
Fjárhæð styrks: 14 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 152831061

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Árangurinn á styrktímabilinu hefur ekki látið á sér standa, en á næstu misserum stendur til að sækja enn harðar á markað. Greiðandi viðskiptavinir KeyWe í dag eru yfir 7000 talsins. Bæst hafa við stórir viðskiptavinir sem nýta hugbúnaðinn við gerð og skil skólaverkefna sem og í öðru skólastarfi. Kennarar í Kópavogi hafa m.a. hlotið verðlaun fyrir verkefni gerð í KeyWe, og hugbúnaðurinn hefur fengið góðar viðtökur á stórum ráðstefnum erlendis. “Halldór Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KeyWe, segir styrkinn vera mikinn feng fyrir fyrirtækið.“ Stuðningur af því tagi sem Tækniþróunarsjóður veitir er einfaldlega ómetanlegur fyrir sprotafyrirtæki sem eru að ryðja brautir og leiða tækniþróun á tilteknu sviði með öllum þeim mikla kostnaði og vinnu sem slíku fylgir. Styrkveiting Tækniþróunarsjóðs veitir sprotafyrirtækjum einnig traust út á við og öryggi inn á við til að byggja upp öflug fyriræki”.

Við þökkum Tækniþróunarsjóði árangursríkt samstarf á styrktímabilinu.

Afrakstur:

  • ”Infographics” sem notuð hafa verið til skýringar á hugbúnaðinum.
  • Hugbúnaðurinn KeyWe á heimasíðunni www.keywe.is.
  • PowerPoint kynningarefni á hugbúnaðinum.
  • Sálfræðisamantekt um gagnsemi KeyWe.
  • Umsagnir kennara af notkun KeyWe.

Greinar í fjölmiðlum:

Startup Iceland - KeyWe – Startup Profile
Sigurvegarar Stökkpallsins, viðskiptaþróunarkeppni Vodafone
Viðtal á Mbl.is - Valdi ekki það sem fólk bjóst við
nordicstartupbits.com - KeyWe's digital notebook trains your memory

Þetta vefsvæði byggir á Eplica