KRUMMA-Flow, markaðssetning á framúrstefnulegri, íslenskri vörulínu - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

15.1.2016

Krumma tók þátt í tveimur vörusýningum í Þýskalandi á 

styrktímanum auk þess sem Krumma var boðið að sýna KRUMMA-Flow á Kulturfest í Felleshus í Berlín.

Undanfarið ár hefur KRUMMA ehf unnið ötullega að markaðssetningu leiktækjalínunnar KRUMMA-Flow á erlendum mörkuðum. Þetta gerði félagið með góðum stuðningi Tækniþróunarsjóðs, en félagið hlaut styrk til markaðssetningar fyrir um ári.

Heiti verkefnis: KRUMMA-Flow, markaðssetning á framúrstefnulegri, íslenskri vörulínu
Verkefnisstjóri: Jenný Rut Hrafnsdóttir, Krumma ehf.
Tegund styrks: Markaðsstyrkur
Styrkár: 2014
Fjárhæð styrks: 10 millj. kr.
Tilvísunarnúmer Rannís: 142645-061

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI. Krumma-jpg

Vörulínan hefur fengið frábærar viðtökur og þá sér í lagi á Norðurlöndum og í Þýskalandi. Íslenskt hraun og grjót er fyrirmynd KRUMMA-Flow-klifurtækjanna. Þessi form gefa ferskan andvara inn í vöruframboðið í Evrópu. Krumma tók þátt í tveimur vörusýningum í Þýskalandi á styrktímanum auk þess sem Krumma var boðið að sýna KRUMMA-Flow á Kulturfest í Felleshus í Berlín. Felleshus er menningarmiðstöð Norrænu sendiráðanna í Berlín en þar eru reglulega haldnar sýningar til að kynna norræna menningu og hönnun. Við hjá Krumma þökkum kærlega fyrir veittan stuðning!

Þetta vefsvæði byggir á Eplica