KULA og LINA CYLINDER Collection í Þýskalandi – verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

23.9.2019

Bryndis Bolladóttir bætir hljóðvist víða um heim með nýstárlegum hætti.

Markmið kula by Bryndis hefur alla tíð verið að koma á framfæri fallegri hljóðvistahönnun sem unnin er úr íslensku hráefni og í hæsta gæðaflokki. Sérstaða vöru Bryndísar er algjör og virkni hennar til að draga í sig hljóð er af hæsta gæðaflokki. Ysta lagið er Íslenska ullin sem með réttri meðhöndlun hefur mjög eftirsóknarverða eiginleika til að bæta hljóðsvist. Þá spillir ekki fyrir að ullin er náttúrulegt efni fengið með rúningi sem bætir meðferð á dýrunum, oftast tvisvar á ári.

Vörur Bryndísar, Kúla og Lína fengu nýverið mikla hvattningu til að sækja á erlendann markað. Styrkur Rannís til að markaðssetja vöruna og taka þátt í Orgatec sýningunni í Köln, október síðastliðin var ómissandi þáttur til að það mætti verða að veruleika. Afrakstur þess að hafa stigið þetta skef er sá að nú þegar hafa bæst við samningar við dreifiaðila í fimm löndum og önnur þrjú til viðbótar eru við það að bætast við hópinn. Bjartsýni ríkir að hægt verði að byggja upp markað fyrir þessa íslensku hönnun með hjálp þessara dreifiaðila á komandi misserum.

Heiti verkefnis: KULA og LINA CYLINDER Collection í Þýskalandi
Verkefnisstjóri: Bryndís Björk Sigurjónsdóttir (a.k.a. Bryndís Bolladóttir)
Styrkþegi: Bryndis Bolla SLF /rekstur yfirtekin af Kula Design ehf.
Tegund styrks: Markaðsstyrkur
Fjöldi styrkára: 1
Fjárhæð styrks: 10 millj. kr. alls

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

KULAKULA2









Þetta vefsvæði byggir á Eplica