Kynning á styrkjum Tækni­þróunar­sjóðs

20.1.2017

Samtök iðnaðarins boða til kynningarfundar með Tækniþróunarsjóði mánudaginn 23. janúar kl. 15.00-16.30. Fundurinn fer fram í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35 á 1. hæð í Kviku. 

Farið verður yfir breytingar á styrkjakerfinu sem komu til framkvæmda á síðasta ári og nýjar áherslur ræddar.

Dagskrá

  • Fulltrúar Tækniþróunarsjóðs kynna styrkjaflokka sjóðsins.
  • Erlendur Steinn Guðnason, formaður Samtaka sprotafyrirtækja, fer yfir reynslu fyrirtækja af Tækniþróunarsjóði og skattfrádrætti til rannsókna- og þróunarverkefna.

Fundarstjóri er Davíð Lúðvíksson, forstöðumaður stefnumótunar og nýsköpunar hjá Samtökum iðnaðarins.

Boðið verður upp á hressingu.

Skrá þátttöku

Næsti umsóknarfrestur í fyrirtækjastyrki sjóðsins er til 15. febrúar kl. 16:00

Þetta vefsvæði byggir á Eplica