Lóðréttsás vindtúrbínur og tengdur rafbúnaður - verkefnislok

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

23.6.2016

Verkefnið í heild sinni snérist um að þróa lóðréttsás vindtúrbínur fyrir sumarhús og fjarskiptakerfi. 

Verkefnið í heild sinni snérist um að þróa lóðréttsás vindtúrbínur fyrir sumarhús og fjarskiptakerfi. Einnig var unnið að rafbúnaði sem stýrði álagi frá túrbínunum og auðveldaði túrbínunum að skila afli inná hærri spennusvið. 

Heiti verkefnis: Lóðréttsás vindtúrbínur og tengdur rafbúnaður
Verkefnisstjóri: Sæþór Ásgeirsson, IceWind ehf.
Tegund styrks: Frumherjastyrkur
Styrkár: 2013-2014
Fjárhæð styrks: 14 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Tækniþróunarsjóðs: 132162-061

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Túrbínurnar voru sérstaklega hannaðar með eftirfarandi áherslum:

  1. Hár þolhraði, þ.e.a.s. þola mikið álag í vondum veðrum
  2. Hljóðlátar
  3. Falla inní umhverfið með stílhreinni hönnun
  4. Einfaldar í uppsetningu
  5. Lítið sem ekkert viðhald

Verkefnið var unnið af starfsmönnum IceWind í samstarfi við Háskóla Íslands og Vegagerðina.

Þróun túrbínanna og rafbúnaðar gekk vel og skilaði tilætluðum árangri sem skilaði sér í einkaleyfishæfum lausnum. Auk þess var smíðuð frumgerð af vatnsbremsu sem er sérstaklega hönnuð til að hita vatn beint með vindorkunni.

Ljós er að með stuðningi við verkefnið er komin á markað (2016) ný vindtúrbína sem stuðlað getur að aukinni sjálfbærni í orkuöflun sem einnig eykur orkuöryggi notenda.

Næstu skref verkefnisins eru að þróa enn frekar túrbínur fyrir fjarskiptamarkaðinn tilbúna fyrir prófanir og sölu árið 2017. Auk þess að koma rafbúnaði í söluhæft form sem mun fylgja öllum seldum IceWind túrbínum.

Aafrakstur verkefnisins.

Afrakstur verkefnisins varð 1000W vindtúrbína (CW1000) fyrir sumarhús og fjallakofa, frumgerð af 300W túrbínu fyrir fjarskiptamöstur (RW300), frumgerð af álagsstýring fyrir vindtúrbínur með þriggja fasa sísegla rafala og svo frumgerð af spennumargfaldari sem gerir lágspennurafölum auðveldara fyrir að skila afli inná álag með hærri vinnsluspennu. Einnig var smíðuð frumgerð af vatnsbremsu fyrir vindorku.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica