Markaðs- og söluátak SimplyBook.me á erlendum mörkuðum - verkefnislok

Fréttatilkynning

28.9.2017

Með því að nota SimplyBook.me kerfið fá þjónustufyrirtæki sína eigin bókunarsíðu þar sem viðskiptavinir þeirra geta bókað sjálfir tíma sem þeim hentar og hjá þeim starfsmanni sem þeir kjósa.

Notando á Íslandi ehf. rekur hugbúnaðarlausnina SimpyBook.me sem er tímabókunarkerfi sem gerir þjónustufyrirtækjum kleift að taka á móti tímapöntunum í gegnum internetið. Með því að nota SimplyBook.me kerfið fá þjónustufyrirtæki sína eigin bókunarsíðu þar sem viðskiptavinir þess geta bókað sjálfir tíma sem þeim hentar og hjá þeim starfsmanni sem þeir kjósa. Þjónustufyrirtækin geta tekið á móti greiðslum frá viðskiptavinum, verið með áskriftarkerfi, sent áminningar um tímapantanir og tilboð til viðskiptavina, haldið utan um viðskiptamannaupplýsingar og fleira.

Heiti verkefnis: Markaðs- og söluátak SimplyBook.me á erlendum mörkuðum
Verkefnisstjóri: Rut Steinsen, Notando á Íslandi ehf.
Tegund styrks: Markaðsstyrkur
Styrkár: 2016
Fjárhæð styrks: 10 millj. kr.
Tilvísunarnúmer Rannís: 163802061

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Viðskiptavinir félagsins koma frá yfir 100 löndum, en stærstu viðskiptalöndin eru Bandaríkin, Bretland, Ástralía og Kanada sem saman telja um 2/3 af öllum viðskiptavinum félagsins en hinn þriðjungurinn er dreifður út um allan heim.

Félagið hefur vaxið jafnt og þétt frá upphafi markaðsverkefnisins og með fjármagni frá Tækniþróunarsjóði var félaginu í fyrsta skipti gert kleift að einbeita sér að markaðsstarfi sem hefur í kjölfarið gjörbreytt ásýnd félagsins út á við. Markaðsstarfið fól m.a. í sér vinnu við heildstæða markaðsáætlun fyrir félagið, nýtt „branding“ þar sem útlit á heimasíðu, samfélagsmiðlum, innra kerfi og nýjum lendingarsíðum var samræmt auk þess sem samfélagsmiðlar voru virkjaðir að fullu. Þá voru auglýsingar útbúnar auk 56 lendingarsíðna fyrir einstaka markhópa auk fjölda annarra verkefna.

Árangurinn hefur svo sannarlega skilað sér en mánaðarlegur heimsóknafjöldi á síðuna jókst um 37% og mánaðarlegar skráningar um 53% á tímabilinu.

Við viljum koma sérstöku þakklæti áleiðis til Tækniþróunarsjóðs fyrir árangursríkt samstarf.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica