Markaðs- og sölustarf OZ - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

26.10.2017

OZ hefur hafið samstarf við marga af helstu dreifingaraðilum á íþróttaefni í heiminum. Beinar útsendingar frá íþróttaviðburðum á OZ eru núna aðgengilegar í yfir 20 löndum.

OZ sem sérhæfir sig í dreifingu á íþróttaefni út um allan heim hefur hafið samstarf við IMG, MP & Silva, Lagardere, Spring Media, B4 Capital. Þessi fyrirtæki eiga sýningarréttinn á öllu helsta íþróttaefni sem er í boði á almennum markaði.

“Við erum ótrúlega stolt yfir því að ná samningum við þessa stóru aðila. Þetta er erfiður heimur og ekki auðvelt að komast inn um dyrnar hjá svona stórum aðilum. Það hefur komið okkur langt þetta íslenska hugarfar, að gefast aldrei upp, þó á móti blási. Núna tekur við næsta skref hjá okkur. Sem er, að byggja upp mismunandi vörur í formi íþróttaefnis í fjölmörgum löndum. Við munum vinna þetta spennandi verkefni í nánu samstarfi við dreifingaraðilana og eigendurna“, segir Guðjón Már Guðjónsson, forstjóri OZ.

Heiti verkefnis: Markaðs- og sölustarf OZ
Verkefnisstjóri: Guðjón Már Guðjónsson, OZ ehf.
Tegund styrks: Markaðsstyrkur
Styrkár: 2016
Fjárhæð styrks: 10 millj. kr.
Tilvísunarnúmer Rannís: 164156061

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNASJÓÐI.

OZ mun sýna beinar útsendingar frá fjölmörgum íþróttum í fyrir 20 löndum, þar á meðal á Íslandi, Ameríku, Norðurlöndunum, Spáni, Japan, S-Kóreu, Brasilíu, Argentínu og Ástralíu.

Iðkendur og áhugafólk um íþróttir geta nálgast beinar útsendingar og eldra efni inn á www.OZ.com eða í gegnum OZ Live snjallforritin.

OZ annast alþjóðlega dreifingu og sölu á aðgangspössum fyrir beinar útsendingar á íþróttaviðburðum. OZ hefur höfuðstöðvar og þróunarmiðstöð í Reykjavík og söluskrifstofur í Helsinki, Stokkhólmi og London. 

Heimasíða OZ: 

https://www.oz.com/

Fréttatilkynningar á íslensku vegna íþróttaviðburða á OZ:

Morgunblaðið

Fótbolti.net 

Pressan

OZ Live app-ið:

Itunes

Google Play









Þetta vefsvæði byggir á Eplica