Markaðsátak As We Grow á enskumælandi mörkuðum - verkefni lokið

Fréttatilkynning AS WE GROW

21.3.2018

Stuðningur Tækniþróunarsjóðs hefur gert As We Grow kleift að taka þátt í vörusýningum erlendis og að ná sölum til fjölda nýrra viðskiptavina, en hluti verkefnisins fólst einmitt í að taka þátt í vörusýningum á erlendri grundu, greina markaðinn og auka sýnileika og sölu á netinu með nýrri og endurbættri vefverslun.

Íslenska hönnunarfyrirtækinu As We Grow var á árinu 2017 úthlutað markaðsstyrk frá Tækniþróunarsjóði til að ráðast í markaðsuppbyggingu á enskumælandi mörkuðum. Markmið verkefnisins var að auka vitund neytenda um vörumerkið AS WE GROW og setja aukinn kraft í markaðssetningu á hágæða og umhverfisvænan fatnað og með sjálfbærni að leiðarljósi. Lögð var áhersla á að byggja upp samband við markaðs- og PR ráðgjafa, ásamt sölu- og dreifiaðila til að auka útflutningstekjur fyrirtækisins á enskumælandi markaði.

Heiti verkefnis: Markaðsátak As We Grow á enskumælandi mörkuðum
Verkefnisstjóri: Margrét Hlöðversdóttir, As We Grow ehf.
Tegund styrks: Markaðsstyrkur
Styrkár: 2017
Fjárhæð styrks: 10 millj. kr.
Tilvísunarnúmer Rannís: 175723

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Stuðningur Tækniþróunarsjóðs hefur gert As We Grow kleift að taka þátt í vörusýningum erlendis og að ná sölum til fjölda nýrra viðskiptavina, en hluti verkefnisins fólst einmitt í að taka þátt í vörusýningum á erlendri grundu, greina markaðinn og auka sýnileika og sölu á netinu með nýrri og endurbættri vefverslun.

As We Grow hlaut Hönnunarverðlaun Íslands 2016 og 2017 hlaut svo fyrirtækið hin virtu bresku verðlaun Junior Design Award. Verðlaunin eru ein þau virtustu á sviði hönnunar á fatnaði fyrir börn í Bretlandi en fyrirtækið hlaut verðlaunin sem besta alþjóðlega barnafatamerkið eða “Best International Childrens Fashion Brand”.

Í kjölfar þessarar viðurkenningar og aukins markaðsstarfs, sýnileika í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum hefur As We Grow tekist að skapa sér nafn sem eitt af áhugaverðari barnafatamerkjum í bransanum. Árið 2018 hefst því með miklum meðbyr hjá As We Grow og mikil tækifæri framundan í frekari landvinningum erlendis ásamt því að sinna sístækkandi notendahóp á Íslandi. 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica