Markaðsátak í útflutningi á íslensku viský, gini & ákavíti - verkefnislok

Fréttatilkynning verkefnisstjóra.

18.10.2016

Vörur Eimverks hafa hlotið margsvíslega viðurkenningu og umfjöllun í fjölmiðlum. Hlaut Víti meðal annars gullverðlaun í alþjóðlegri keppni vínframleiðenda “San Fransisco World Spirit Competition” árið 2015.

Stóraukinn útflutningur á Vor, Flóka og Víti.

Eimverk Distillery hefur með stuðningi Tækniþróunarsjóðs náð góðum árangri í sókn á erlenda markaði með Flóka viskýi, Vor gini og Víti ákavíti. Vörunar eru allar eimaðar úr 100% íslensku byggi og vel völdum íslenskum kryddjurtum. Þetta er í fyrsta sinn sem sterkt áfengi er framleitt úr innlendu hráefni hér á landi og er Flóki fyrsta og eina íslenska viskýið á markaðnum.

Heiti verkefnis: Markaðsátak í útflutningi á íslensku viský, gini & ákavíti
Verkefnisstjóri: Haraldur Haukur Þorkelsson, Eimverki ehf.
Tegund styrks: Markaðsstyrkur
Styrkár: 2015
Fjárhæð styrks: 10 millj. kr.
Tilvísunarnúmer Rannís: 153088-061

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Dreifing er nú hafin á Flóka, Vor og Víti í yfir 14 löndum um allan heim og hefur verið mjög vel tekið. Má þar nefna góða dreifingu í Bandaríkjunum, Þýskalandi, Hong-Kong og víðar.

Útflutningur þrefaldaðist 2015 og stefnir í svipaða aukningu 2016.

Vörurnar hafa hlotið viðurkenningu og umfjöllun á verkefnistímanum og hlaut Víti meðal annars gullverðlaun í alþjóðlegri keppni vínframleiðenda “San Fransisco World Spirit Competition” árið 2015, þessi verðlaun voru æðstu verðlaun sem veitt voru í flokki ákavíta og er þetta nýja íslenska brennivín nú komið í fremstu röð. Einnig hefir Vor áður hlotið tvöföld gullverðlaun (e. Double Gold) í sömu keppni árið 2014.

Afrakstur verkefnisins:

  • Aukið dreifinet fyrir íslenskt viský, gin og ákavíti á erlendum mörkuðum.
  • Tilsvarandi veltuaukning vegna aukinnar sölu.
  • Reynsla í markaðssetningu á íslenskum hágæða sterkum vínum á erlendum mörkuðum.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica